Myndir mánaðarins, júlí 2019 - Bíó
12 Myndir mánaðarins Regn og ráspólar Og fyrir það kvikmyndaáhugafólk sem kann að meta myndir þar sem hundar eru í stórum hlutverkum megum við til með að geta myndarinnar The Art of Racing in the Rain sem verður frumsýnd í september og kemur úr smiðju þeirra sömu og gerðu Marley and Me -mynd- irnar vinsælu á sínum tíma. Í þetta sinn er það hundurinn Enzo sem er í forgrunni og segir okkur sögu sína og eiganda síns, kappakstursáhugamannsins Dennys Swift sem Milo Ventimiglia leikur. Myndin er byggð á bók eftir Garth Stein sem kom út árið 2008 og komst á metsölulista New York Times auk þess að hljóta ýmis eftirsótt bókmenntaverðlaun. Með helstu hlutverk fyrir utan Milo fara þau Amanda Seyfried, Kathy Baker, Gary Cole og Martin Donovan auk Kevins Costner sem ljær Enzo mannlega rödd. Alveg eins og Bruce Blinded by the Light nefnist nýjasta mynd bresk-kenísku leikstýrunnar Gur- inder Chadha sem er einna þekktust fyrir snilldarmyndina Bend It Like Beck- ham frá árinu 2002, en sú mynd var til- nefnd til Golden Globe-verðlaunanna sem besta mynd ársins og átti stóran þátt í því að Keira Knightley var valin til að fara með hlutverk Elizabethar Swann í Pirates of the Caribbean - myndunum. Blinded by the Light verður frumsýnd 14. ágúst ef að líkum lætur og sver sig í ætt við Bend It Like Beckham að því leyti að hér er um uppvaxtarsögu og„feel good“-mynd að ræða, en hún fjallar um ungan Breta af pakistönskum ættum sem býr í Luton ásamt foreldrum sínum á níunda áratug síðustu aldar. Þegar hann fellur kylliflatur fyrir tónlist og textumBruce Springsteen setur hann sér þaðmarkmið að fara til Bandaríkjanna og sjá goðið, þvert á vilja foreldranna. Sjáið skemmtilega stikluna sem komin er á netið. Bíófréttir – Væntanlegt Tilgangur lífsins – framhald A Dog’s Journey nefnist ný mynd um hund- inn Bailey og framhald myndarinnar A Dog’s Purpose sem var frumsýnd árið 2017 og bræddi hjörtu margra, ekki síst dýravina. Í nýju myndinni, sem frumsýnd verður í ágúst, förum við aftur í heimsókn til Ethans, eiganda Baileys, og eiginkonu hans, Hönnu, sem nú búa með ekkju sonar síns, Gloriu, og dóttur hennar, Kathryn. Ólíkt tengdaforeldrum sínumog dóttur er Gloriu ekki vel við hunda og ákveður að flytja burt, þeim Ethan og Hönnu til mikillar mæðu því um leið lætur Gloria í veðri vaka að þau muni ekki fá að hitta Kathryn á ný. Þegar Bailey veikist af ólæknandi sjúkdómi biður Ethan hann um að koma aftur í öðrum hundalíkama eins og hann hefur alltaf gert, en í þetta sinn til að passa Kathryn. Við því á Bailey auðvitað eftir að verða og þar með hefst ævintýrið á ný með öllum þeim húmor og hlýju sem fylgir. Dóra bjargar málunum Í ágúst er komið að frumsýningu mynd- arinnar um Dóru landkönnuð sem eins og allir sjálfsagt vita er byggð á samnefndum teiknimyndaþáttum frá Nickelodeon sem umárabil, eða frá 2000 til 2015, nutumikilla vinsælda á hinum ýmsu sjónvarpsstöðum um allan heim, þ. á m. á Íslandi. Bíða margir nú spenntir eftir að sjá hvaða viðtökur Dóra fær á stóra tjaldinu enda er því ekki að neita að þegar fyrst fréttist af gerðmyndarinnar hafi margir orðið skeptískir á hugmyndina. Þær efasemdaraddir hafa þó smám saman þagnað ein af annarri og í stað þeirra er kominn orðrómur um að myndin sé hin besta skemmtun, fyndin, hröð og spennandi, og eigi alla möguleika á að hitta beint í mark hjá t.d. þeim áhorfendum sem kunnu að meta Jumanji -myndina sem frumsýnd var um jólin 2017. Með aðalhlutverkin í myndinni fyrir utan Isabelu Moner sem leikur Dóru fara þau Eva Longoria, Michael Peña, Eugenio Derbez, Jeffrey Wahlberg, Danny Trejo, Q’orianka Kilcher, Temuera Morrison og Benicio Del Toro.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=