Myndir mánaðarins, júlí 2019 - Bíó

10 Myndir mánaðarins Óvinirnir sameinast! Önnur teiknimyndin um reiðu fuglana og erkióvini þeirra, grænu svínin, kemur í bíó um miðjan ágúst og ætti að gleðja þá sem gaman höfðu af fyrri myndinni. Eftir útreiðina sem svínin fengu í henni fyrir eggjastuldinn hefur leiðtogi þeirra, þ.e. svínanna, hannað viðamikla hefndar- aðgerð gegn Rauð og félögum þannig að allt stefnir í ný átök. Þá gerist það að nýr óvinur lætur á sér kræla sem ræður yfir tækni til að komast bæði yfir heimkynni reiðu fuglanna og svínanna og sannar það á afgerandi hátt. Þetta leiðir til þess að hið ótrúlega gerist, að svínin og fuglarnir ákveða í fyrsta sinn að snúa bökum saman, enda er það bersýnlega eina leiðin til að ráða við hina sameiginlegu ógn sem að þeim steðjar. Leitin að upprunanum Disney-teiknimyndin Frozen , sem var lauslega byggð á ævintýri Hans Christians Andersen, Snædrottningunni , sló í gegn svo um munaði árið 2013 bæði hjá börnum og fullorðnum og er enn í dag í toppsæti listans yfir tekjuhæstu teiknimyndir allra tíma. Strax varð ljóst að gert yrði framhald og í nóvember, nánar tiltekið þann 22. er loksins komið að frumsýningu hennar eftir nærri því sex ára bið. Í myndinni snúa auðvitað allar aðalpersónurnar aftur með þeim Önnu, Elsu, Kristoff, Ólafi og hreindýrinu Svenna í fararbroddi og gerist sagan um þremur árum eftir atburðina í fyrri myndinni. Þessi fimm halda nú út úr heimalandinu Arendelle þegar ný ógn steðjar að í von um að komast að því hvaðan töframáttur Elsu er kominn. Þess má geta að hjónin Kristen Anderson og Robert Lopez, sem sömdu hið vinsæla lag Let It Go snúa líka aftur með fjögur ný lög í Frozen II og bíða vafalaust margir eftir að heyra þau, ekki síður en að sjá myndina. Bíófréttir – Væntanlegt Allar helstu aðalpersónur fyrri myndarinnar snúa aftur í framhaldsmyndinni, Frozen II , ásamt fjölmörgum nýjum. Strákarnir þrír, Thor, Max og Lucas, eru leiknir af þeim Brady Noon, Jacob Tremblay og Keith L. Williams. Ekki fyrir krakka Einafmörgumáhugaverðummyndumsem frumsýndar verða í ágúst er gamanmyndin Good Boys eftir félagana Lee Eisenberg og Gene Stupnitsky sem skrifuðu m.a. handrit myndanna Bad Teacher og Year One auk þess að skrifa marga þætti af bandarísku Office -þáttunum. Hún segir frá þremur ellefu ára strákum og skólafélögum, Max, Thor og Jacob, sem segja má að sé farið að þyrsta í meiri vitneskju um veröld hinna fullorðnu, allt frá því hvernig það er að vera fullur eða undir áhrifum annarra eiturefna til þess hvernig börnin verða til – eða þannig. Þessi óbeislaða forvitni á eftir að leiða piltana í hinar mestu ógöngur semeiga þó eftir að verða þeim lærdómsríkar. Eins og sést á fyrsta plakati myndarinnar er lögð áhersla á að þessi mynd sé ekki fyrir krakka þótt hún fjalli um krakka heldur fyrir þá fullorðnu sem vilja láta hugann reika til baka þegar þeir voru 11 ára.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=