Myndir mánaðarins, júní 2019 - Bíó

20 Myndir mánaðarins Toy Story 4 Leikfangasaga 4 Tilbúin í ferðalag? Íslensk talsetning: Felix Bergsson, Magnús Jónsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Tinna Hrafnsdóttir, Oddur Júlíusson, Orri Huginn Ágústsson, Valdimar Flygenring, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Karl Ágúst Úlfsson og fleiri Leikstjórn: Rósa Guðný Þórsdóttir Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Háskólabíó, Laugarásbíó, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Skjaldborgarbíó, Króksbíó og Bíóhöllin Akranesi Frumsýnd 19. júní Fjórða Toy Story -myndin verður frumsýnd 19. júní en níu ár eru nú liðin síðan þriðja myndin var frumsýnd og 24 ár síðan fyrsta myndin, sem var um leið fyrsta 100% tölvuteiknaða bíómynd sögunnar, reyndist upphafið að þeirri sigurgöngu Pixar-fyrir- tækisins semenn stendur yfir og getið hefur af sér 21 af vinsæl- ustu teiknimyndum síðastliðins aldarfjórðungs. Í Toy Story 4 mæta að sjálfsögðu öll gömlu og góðu leikföngin til leiks á ný með Vidda og Bósa ljósár í fararbroddi. Auk þess hafa nokkur ný leikföng bæst í hópinn, þar á meðal plastgaffallinn Fork, sem eigandi leikfanganna, Bonnie, bjó sjálf til og á eftir að verða örlagavaldurinn í sögunni þegar hann týnist. Við það getur Viddi ekki sætt sig og ákveður að finna Fork og koma honum heim á ný. Í þeim björgunarleiðangri gerast svo vægast sagt stórbrotnir hlutir semeiga eftir að fáVidda og vini hans til að endurmeta tilveru sína ... Toy Story 4 – Leikfangasaga 4 Teiknimynd 89 mín l Myndin verður sýnd í þrívídd og bæði með íslenskri talsetningu og enskri auk þess sem nokkrar sýningar verða á henni með pólsku talsetningunni. Í ensku útgáfunni eru það sem fyrr þeir Tom Hanks og Tim Allen sem tala fyrir þá Vidda og Bósa og með önnur hlutverk faramargir þekktir leikarar eins og Keanu Reeves, Jordan Peele, Joan Cusack, Christina Hendricks, Patricia Arquette, Wallace Shawn, Tim- othy Dalton, Keegan-Michael Key, Bonnie Hunt og Laurie Metcalf. l Þess má geta til gamans að þeir Tom Hanks og Tim Allen hafa látið hafa eftir sér að lokaatriðin í Toy Story 4 séu einhver eftirminnileg- ustu atriði sem þeir hafa leikið í. Tom lýsti þeim sem„sögulegum“. Punktar ....................................................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=