Myndir mánaðarins, júní 2019 - Bíó
16 Myndir mánaðarins Leynilíf gæludýra 2 Gæludýr hafa líka tilfinningar Íslensk talsetning: Sigurður Þór Óskarsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Hilmir Snær Guðnason, Stefanía Svavarsdóttir, Halldór Gylfason, Valdimar Örn Flygenring, Salka Sól Eyfeld Hjálmarsdóttir, Björgvin Frans Gíslason, Selma Lóa Björnsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Ævar Þór Benediktsson og fleiri Leikstjórn: Selma Lóa Björnsdóttir Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Sambíóin Álfabakka, Egilshöll og Keflavík, og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 5. júní Hundurinn Max og öll gæludýrin sem hann þekkir snúa aftur í bíó 5. júní þegar rétt um þrjú ár eru liðin síðan fyrri myndin um þau sló í gegn sumarið 2016. Semfyrr skyggnumst við hér á bak við tjöldin í lífi gæludýranna og fáum að sjá enn betur en síðast hvað þau taka sér fyrir hendur þegar eigendurnir sjá ekki til. Það þarf ekki að hvetja neinn sem sá fyrri myndina til að sjá þessa líka en þær eru eins og kunnugt er gerðar af þeim sömu og gerðu Aulinn ég -myndirnar og myndirnar um litlu gulu skósveinana. Þeir sem kunnu að meta þann skemmtilega húmor eru hér á heimavelli! Leynilíf gæludýra 2 Teiknimynd 86 mín l Myndin verður sýnd bæði með íslenskri talsetningu og enskri en í henni eru það m.a. þau Kevin Hart, Dana Carvey, Jenny Slate, Lake Bell, Patton Oswalt, Eric Stonestreet, Harrison Ford (sem hér ljær teiknimyndapersónu rödd sína í fyrsta sinn), Tiffany Haddish, Nick Kroll og Bobby Moynihan sem tala fyrir helstu persónurnar. Punktar ....................................................
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=