Myndir mánaðarins, júní 2019 - Bíó

13 Myndir mánaðarins Bíófréttir – Væntanlegt Segir ekki orð Leikstjórinn og handritshöfundurinn Christopher Nolan er í uppáhaldi hjá mörgum og engin furða þar sem hann hefur að margra mati gert nokkrar af bestu myndum síðastliðinna ára svo sem Following , Memento , Batman -þríleikinn, ThePrestige , Inception , Interstellar og Dunkirk . Hafa þeir hinir sömu beðið spenntir eftir að vita eitthvað um næstu mynd hans sem fyrir löngu er komin í tökur enda hefur hún nú þegar fengið frumsýningardaginn 17. júlí 2020. En það er sama hvað menn hafa spurt, hvorki Nolan né nokkur af leikurum myndarinnar hafa látið uppi nokkuð það um myndina sem að gagni kemur og eins og staðan er nú er það eitt vitað að hún gerist í alþjóðlegum heimi njósna og er tekin upp í sjö löndum. Tvennt nýtt er þó að frétta af þessari mynd og það fyrra er að hún mun heita Tenet , hvað sem það annars þýðir. Hitt er að fleiri leikarar hafa verið ráðnir og skipa nú aðalhlutverkin þau Robert Pattinson, Elizabeth Debicki, Aaron Taylor-Johnson, Kenneth Branagh, John David Washington og Michael Caine. En því miður þurfum við sem sagt að bíða lengur eftir sögunni. Robert Pattinson = Batman Fyrri hluta maímánaðar gekk sá orðrómur fjöllunum hærra að búið væri að ráða Robert Pattinson til að leika BruceWayne/ Batman í næstu mynd sem gera á um hann og verður í leikstjórn Matt Reeves sem gerði m.a. myndirnar Cloverfield og War for the Planet of the Apes . Samkvæmt vefsíðunni wegotthiscovered.com hefur nú verið staðfest að þetta er rétt og að það verði í raun Robert sem muni leika kappann í myndinni The Batman sem áætlað er að verði frumsýnd sumarið 2021. Ekkert hefur verið gefið upp um söguþráð myndarinnar en vitað er að handritið, sem Matt Reeves skrifar sjálfur, sækir að einhverju leyti söguhugmyndina í handritið sem Ben Affleck skrifaði fyrir nokkrum árum, en eins og sumir muna kannski hafði Ben uppi áætlanir um að leikstýra sinni eigin Batman -mynd með sjálfum sér í aðalhlutverki. Af einhverjum ástæðum datt það upp fyrir, en þó ekki það langt að hugmyndin hefur greinilega lifað af og verður sem sagt eftir allt saman að bíómynd. Bíða menn nú spenntir eftir að sjá hvaða aðrir leikarar fá hlutverk í myndinni en hún á að byrja í tökum í nóvember og segir orðrómurinn að Batman muni í henni glíma við marga af sínum helstu óvinum alla í einu. Við sjáum til. Skemmtileg sjálfa Við ljúkum þessum dálkum að þessu sinni með þessari skemmti- legu mynd Elle Fanning sem hún tók af sjálfri sér og Angelinu Jolie á tökustað myndarinnar Maleficent: Mistress of Evil , en hún er eins og nafnið bendir til framhald Disney-myndarinnar Maleficent sem þær léku í árið 2014. Þær eru báðar í sömu hlutverkum í nýju myndinni, þ.e. Angelina í hlutverki hinnar illu og öfundsjúku nornar Maleficent og Elle leikur prinsessuna Auroru sem er ein- mitt ástæðan fyrir öfundsýki Maleficent. Nýja myndin verður frumsýnd í október og ef eitthvað er að marka stikluna er um að ræða stórkostlega ævintýramynd þar sem ekkert hefur verið til sparað. Helgast það sjálfsagt af vinsældum fyrri myndarinnar sem halaði inn tæplega milljarð dollara í kvikmyndahúsum. Með önnur stór hlutverk fara m.a. Michelle Pfeiffer, Ed Skrein, Juno Temple, Lesley Manville, Imelda Staunton og Harris Dickinson. Keppir Will Ferrell fyrir Ísland? Eins og margir höfðu heyrt fyrir Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva hefur Will Ferrell verið að leika í myndinni Eurovison í leikstjórn David Dobkin. Lítið fleira er vitað um þá mynd nema hvað að á dögunum upplýsti Gísli Marteinn aðWill hefði látið hafa eftir sér að hann myndi leika söngvara í myndinni sem keppti fyrir Ísland í söngvakeppninni ásamt íslenskri söngkonu sem Rachel McAdams leikur. Þetta kitlar óneitanlegu íslensku þjóðarsálina og ef satt er þá verður nú a.m.k. helmingi skemmtilegra að sjá þessa mynd, ekki síst efWill fer alla leið og fær nógumörg stig til að sigra!

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=