Myndir mánaðarins, júní 2019 - Bíó
12 Myndir mánaðarins Bill og Ted snúa aftur Kvikmyndirnar Bill & Ted’s Excellent Adventure (1989) og framhaldsmyndin Bill & Ted’s Bogus Journey (1991) vöktu mikla lukku fyrir þrjátíu árum en þar brugðu þeir Keanu Reeves og Alex Winter sér í hlutverk nördanna Teds og Alex sem með aðstoð tímavélar ferðuðust um tíma og rúm í góðlegri viðleitni til að bjarga heiminum frá glötun og lentu auðvitað í hinum kostulegustu ævintýrum og aðstæðum um leið. Á næsta ári, nánar tiltekið í ágúst 2020, verður frumsýnd ný mynd um þá félaga, Bill & Ted Face the Music , þar sem aðdáendur þeirra og aðrir áhugasamir fá að sjá hvað á daga þeirra hefur drifið síðan þeir fóru í tímaferðalögin afdrifaríku og ekki síður hvað þeir eru að bardúsa í dag, en eins og þeir muna sem sáu gömlu myndirnar dreymdi þá Ted og Bill um að verða rokkstjörnur. Hermt er að í nýju myndinni séu þeir enn að reyna að láta þann draum rætast. Midway-orrustan Nýjasta mynd stórmyndakóngsins Rolands Emmerich (hér fyrir ofan) er nú komin í viðamikla lokavinnslu enda má búast við að tæknibrellurnar í henni verði margar og mikilfenglegar. Myndin heitir Midway og dregur nafn sitt af samnefndri sjóorrustu á milli Bandaríkjanna og Japans í heimsstyrjöldinni síðari sem átti sér stað vestan við Midway- eyju á Kyrrahafi 4.–7. júní 1942, sex mánuðum eftir að japanski flugherinn hafði gert árás á flota Bandaríkjanna í Pearl Harbour við Hawaii-eyjar. Í Midway- orrustunni öttu kappi bandarísku flotaforingjarnir Chester Nimitz, Frank Jack Fletcher og Raymond A. Spruance og japanskir kollegar þeirra, Isoroku Yamamoto, Chūichi Nagumo og Nobutake Kondō, og voru það þeir síðarnefndu sem gerðu árásina, en markmið Japana var sem fyrr að þurrka út allan flota Bandaríkjanna á Kyrrhafi svo þeir gætu verið þar einráðir. Þegar upp var staðið höfðu báðir aðilar tapað nokkrum skipum en það sem gerði gæfumuninn var að Bandaríkjamönnum tókst að skjóta niður eða eyðileggja allar flugvélarnar sem Japanir vorumeð á skipum sínumog lama þá þar með í lofti á meðan þeir sjálfir áttu nóg af flugvélum eftir. Talið er að Bandaríkjamenn hafi misst 307 manns í orrustunni en Japanir misstu meira en þrjú þúsund manns, þ. á m. alla sína flugmenn. Myndin verður frumsýnd 8. nóvember og með aðalhlutverkin fara þau Woody Harrelson, Luke Evans, Mandy Moore, Patrick Wilson, Ed Skrein, Aaron Eckhart, Nick Jonas, Darren Criss og Dennis Quaid ásamt fjölmörgum þekktum leikurum í aukahlutverkum. Hundur hennar hátignar Enginn bíómánuður getur liðið án þess að boðið sé upp á góða teiknimynd og í júlí verður það voffinn Rex sem heldur uppi fjörinu, en hann er svo heppinn að hafa fengið inni semeinn af hundunum í hirð Elísabetar Englandsdrottningar. Rex er ákaflega glaðlyndur hvolpur semá það til að fara í taugarnar á hinum hundunum við hirðina með galsa sínumog stundum stríðni. Hann er líka alveg óskaplega forvitinn og það á eftir að leiða til þess að hann gleymir sér einn góðan veðurdag og ráfar inn á ókunnar slóðir þar sem hann ratar ekki heim aftur. Til að gera málið verra endar hann í ólöglegum hundaatsklúbbi og þar sem hann á frekar litla möguleika í slíkum bardögum verða góð ráð dýr. Við fjöllum betur um þessa skemmtilegu mynd í næsta blaði. Sjáið stikluna. Bíófréttir – Væntanlegt Midway-orrustunni hafa verið gerð mikil og góð sagnfræðileg skil og eru áhugasamir sem ætla að sjá myndina hvattir til að kynna sér málin enda alltaf skemmtilegra að þekkja dálítið til kringmstæðna þegar horft er á sannsögulegar myndir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=