Myndir mánaðarins, júní 2019 - Bíó

10 Myndir mánaðarins Líf og limir að veði Gamanmyndin Stuber eftir leikstjórann Michael Dowse ( Fubar , What If , Goon ) verður frumsýnd 10. júlí og ætti að kæta marga sem kunna að meta hið gamalkunna „buddy“- þema þar sem tveir gerólíkir einstaklingar taka höndum saman við óvenjulegar að- stæður. Þeir eru hér leiknir af Kumail Nanji- ani og Dave Bautista og segir myndin frá lögreglumanninum Vic sem af illri nauðsyn pantar sér leigubíl frá Uber og lendir þá á hinum hrekklausa Stu sem gat engan veginn átt von á að farþegi hans væri á hælunum á stórhættulegum hryðjuverkamönnum ... sem hika ekki við að skjóta hvern þann sem reynir að handsama þá. En það er samt nákvæmlega það sem Stu lendir í þegar Vic pantar hann og framundan er atburðarás sem gæti hæglega kostað þá báða lífið. Kíkið á skemmtilega stikluna. Köttur og mús Tryllirinn Crawl eftir leikstjórann Alexandre Aja ( The Hills Have Eyes ) verður einnig frum- sýndur 10. júlí og lofar góðu ef marka má kraftmikla fyrstu stikluna sem áhugasamir ættu að kynna sér. Myndin gerist í Flórída þegar nánast allir íbúar við austurströndina hafa flúið heimili sín vegna þess að fellibylur af stærstu gerð er á leiðinni með tilheyrandi eyðileggingu og flóðum. Þegar maður að nafni Dave Keller lætur ekkert frá sér heyra ákveður dóttir hans, Haley, að fara heim til hans og athuga hvað orðið hafi um hann. Þá kemur í ljós að hann hefur slasast illa í kjallara húss síns og getur sig hvergi hrært og ef það er ekki nógu slæmt þá kemst Haley að því að kjallarinn er bókstaflega fullur af krókódílum sem hafa hugsað sér gott til glóðarinnar. Við kíkjum betur á þessa mynd í næsta tölublaði! Frábærar viðtökur í Cannes NíundamyndQuentinsTarantino, OnceUponaTime ... inHollywood var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 21. maí og er skemmst frá því að segja að hún fékk frábærar viðtökur áhorfenda semrisu úr sætum eftir sýninguna og klöppuðu bæði leikstjóranum Quentin Tarantino og helstu leikurum myndarinnar lof í lófa í margar mínútur. Gagnrýnendur sem voru í salnum tóku líka vel við sér og þegar þetta er skrifað hafa átján þeirra birt gagnrýni sína á Metacritic og gefið myndinni 8,8 í meðaleinkunn. Á Imdb hafa tæplega fjögur þúsund manns gefið henni 9,8 í meðaleinkunn og það er því alveg ljóst að heimsbyggðin hefur til mikils að hlakka þegar myndin verður frumsýnd í byrjun ágúst. Once Upon a Time ... in Holly- wood gerist árið 1969 í Holly- wood og fjallar um leikarann Rick Dalton semer að reyna að„meika það“ ásamt staðgengli sínum, Cliff Booth. Roman Polanski er einn heitasti leikstjórinn á svæðinu eftir að hafa sent frá sér Rosemary’s Baby en atburðarásin tekur óvænta beygju þegar áhangendur Charles Manson myrða eiginkonu Polanskis, Sharon Tate. Fyrir utan þau Leonardo DiCaprio, Brad Pitt og Margot Robbie í aðalhlutverkunum fara m.a. þau Dakota Fanning, Al Pacino, Kurt Russell, Luke Perry (í sinni síðustu mynd), Timothy Olyphant, Lena Dunham, Michael Madsen, James Remar, Rebecca Gayheart, Rumer Willis og Bruce Dern með stór hlutverk í myndinni. Bíófréttir – Væntanlegt Þau voru flott í Cannes, Brad Pitt, Leonardo DiCaprio og Margot Robbie sem fara með stærstu hlutverkin í Once Upon a Time ... in Hollywood ásamt leikstjóranum Quentin Tarantino. Dave Bautista leikur lögreglumanninn Vic sem dregur Uber- leigubílstjórann Stu (Kumail Nanjiani) með sér inn í atburðarás sem gæti hæglega orðið þeim báðum að aldurtila. Kaya Scodelario leikur Haley Keller sem lendir á milli steins og sleggju þegar hún reynir að bjarga föður sínum frá bráðum bana.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=