Myndir mánaðarins, maí 2019 - Leigan
22 Myndir mánaðarins Alita: Battle Angel Hvað er hún? Aðalhlutverk: Rosa Salazar, Keean Johnson, Mahershala Ali, Jennifer Connelly, Christoph Waltz, Casper Van Dien, Eiza González, Lana Condor, Ed Skrein og Michelle Rodriguez Leikstjórn: Robert Rodriguez Útgefandi: Sena 122 mín 16. maí l Í allt voru gefnar út níu sögur um Alitu og ævintýri hennar og var efnið í myndina sótt í fyrstu fjórar sögurnar. Gera má fastlega ráð fyrir að a.m.k. ein önnur mynd um ævintýri hennar verði gerð. Þegar tæknifræðingurinn Ido finnur höfuð og búk vélmennis á ruslahaug ákveður hann að taka það með sér heim og reyna að kveikja á því á ný. Það tekst og eftir að hafa smíðað nýja útlimi á vélmennið nefnir Ido það Alitu. Í ljós kemur að Alita man ekki neitt úr fortíðinni eða hvaða hlutverki hún gegndi en uppgötvar fljótlega að hún býr yfir gríðarlega öflugri bar- dagatækni sem hún fær fljótlega ástæðu til að láta á reyna. Alita: Battle Angel , sækir efniviðinn í samnefnd manga-teiknimyndablöð japanska rithöfundarins Yukito Kishiro semkomu út á tíunda áratug síðustu aldar og nutumikilla vinsælda. Það eru þeir félagar James Cameron og Jon Landau ( Titanic , Avatar ) sem framleiða myndina og skrifaði James einnig handritið ásamt Laetu Kalogridis ( Shutter Island , Terminator Genisys ) og leikstjóra myndarinnar, Robert Rodriguez ( Sin City , Machete ). Útkoman er stór- skemmtileg ævintýra-, spennu- og hasarmynd og var ekkert til sparað við gerð hennar, síst af öllu hvað tölvubrellurnar varðar sem eru áberandi flottar og tilkomumiklar eins og sjá má í stiklunum ... Christoph Waltz leikur tæknifræðinginn Ido sem finnur Alitu upp- haflega á ruslahaugum og gæðir hana nýju lífi. Alita er leikin af Rosu Salazar sem er einna best þekkt úr Maze Runner -myndunum. Alita: Battle Angel Vísindaskáldsaga / Hasar Punktar .................................................... Midway. Veistu svarið? Að öllum öðrum ólöstuðum þá telja margir leikarann Keean Johnson stela hér senunni í hlutverki besta vinar Alitu, Hugo. Þetta er fyrsta bíómynd Keeans en hannmun farameð stórt hlutverk í næstumynd stór- myndakóngsins Rolands Emmerich. Hvað heitir hún? Þeir James Cameron og Robert Rodriguez eru aðalmennirnir á bak við gerð myndarinnar. James framleiðir hana og Robert leikstýrir og þeir skrifuðu handritið í sameiningu ásamt Laetu Kalogridis. Þrátt fyrir fíngert útlitið býr Alita yfir ógnarkröftum. DVD VOD HHHH - Playlist HHHH - IndieWire HHHH -Los Angeles Times HHHH - CineVue HHHH - IGN HHH 1/2 - N.Y. Magazine HHH 1/2 - Slate HHH 1/2 - Film Threat HHH - The Guardian HHH - ReelViews HHH - Boston Globe HHH - Empire
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=