Myndir mánaðarins, maí 2019 - Bíó
28 Myndir mánaðarins Brightburn Hvað ef ...? Aðalhlutverk: Elizabeth Banks, David Denman, Jackson A. Dunn, Matt Jones, Meredith Hagner, Steve Agee, Becky Wahlstrom og Stephen Blackehart Leikstjórn: David Yarovesky Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóið Egilshöll og Borgarbíó Akureyri 96 mín Frumsýnd 22. maí l Brightburn er önnur myndin í fullri lengd sem David Yarovesky leikstýrir en sú fyrri var vísindahrollvekjan The Hive sem hann sendi frá sér 2014 og hlaut góða dóma margra sem hana sáu. Þess má geta að hann og Gunn-bræðurnir hafa lengi verið vinir og vann David t.a.m. að báðum Guardians of the Galaxy -myndunum. BændahjóninKyle og Tori Breyer vita ekki hvaðaná sig stendur veðrið þegar eitthvað sem líkist lofsteini skellur á landareign þeirra. Við athugun á málinu finna þau kornabarn sem virðist hafa komiðmeð þessari sendingu utan úr geimnumog ákveða að ganga því í foreldra stað. Það á ekki eftir að fara vel. Brightburn er í leikstjórn Davids Yarovesky en hún er framleidd af James Gunn sem gerði Guardians of the Galaxy -myndirnar og er handritið eftir bróðir hans, Brian Gunn, og frænda þeirra, Mark Gunn. Hafa ýmsir bent á að grunnsagan í myndinni líkist sögunni um það þegar Súperman kom til jarðar og var tekinn í fóstur af Kent-hjónunum. Munurinn er hins vegar sá að þegar þessi ungi maður utan úr geimnum, sem Breyer-hjónin nefna Brandon, vex úr grasi og uppgötvar að hann er gæddur nánast sömu ofurkröftum og Súperman nýtir hann þá ekki til góðs heldur til að hefna sín á þeim sem hann telur hafa gert á sinn hlut. Þar eru skólafélagarnir efstir á blaði eftir að hafa veist að honum um árabil og beitt hann einelti og ekki síður skólayfirvöld sem sýndu honum lítinn skilning ... Elizabeth Banks leikur Tori Breyer sem finnur kornabarn eftir að ókennilegur hlutur utan úr geimnum lendir á landareign hennar og eiginmannsins og ákveður að ala það upp sem sitt eigið. Brightburn Tryllir Punktar .................................................... Charlie’s Angels. Veistu svarið? Elizabeth Banks, sem á 20 ára leikferil að baki, hefur einnig sent frá sér eina mynd sem leikstjóri, Pitch Perfect 2 árið 2015. Í nóvember verður önnur mynd sem hún leikstýrir frumsýnd en sú er endurgerð vinsællar myndar frá árinu 2000. Hvaða myndar? Þegar Brandon, sem Jackson A. Dunn leikur, vex úr grasi kemur í ljós að hann er einrænn og utangátta og verður af þeim sökum fyrir einelti í skólanum. Fyrir það á hann eftir að hefna grimmilega. Tori hefur lengi vel trú á Brandon, en það á eftir að breytast.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=