Myndir mánaðarins, maí 2019 - Bíó
25 Myndir mánaðarins Ted Bundy var afar geðfelldur maður sem átti auðvelt með að heilla konur með nærveru sinni og lágstemmdri framkomu. Útlitið skemmdi heldur ekki fyrir, en hann þótti bæði myndarlegur og kynþokkafullur. En undir þessu yfirborði bjó einhver allra grimmasti fjöldamorðingi í sögu Bandaríkjanna sem að lokum játaði á sig 30 morð en er talinn hafa myrt mun fleiri en það. Extremely Wicked, Shockingly Evil and Vile er byggð á bókinni The Phantom Prince: My Life with Ted Bundy eftir Elizabeth Kloepfer sem var um tíma unnusta Teds Bundy og átti lengi vel erfitt með að trúa að hann væri sá fjöldamorðingi sem hann reyndist þó vera því sjálf hafði hún allt aðra reynslu af honum og gat ekki gert sér í hugarlund að undir mjúku yfir- borðinu byggi allt annar maður en sá sem hún þekkti. Það er Lily Collins sem leikur Elizabeth í myndinni og með hlut- verk Teds Bundy fer Zac Efron sem þykir sýna þvílíkan snilldarleik sem hinn tvö- faldi persónuleiki að hann á góða mögu- leika á að vera tilnefndur til allra helstu leiklistarverðlauna ársins. Þess utan er Zac alls ekki ólíkur Ted Bundy í útliti sem gerir hann enn trúverðugri í hlutverkinu. Myndinni er leikstýrt af Joe Berlinger sem hefur verið margverðlaunaður fyrir heim- ildarmyndir sínar í gegnum árin. Þess má geta að heiti myndarinnar er sótt í lokaorð dómarans sem dæmdi Ted Bundy til dauða í janúar 1980 og lýsti glæpumhans svo: „Your crimes were extremely wicked, shockingly evil and vile, and the product of design to inflict a high degree of pain.“ Útlitið segir ekkert Frumsýnd 17. maí Aðalhlutverk: Zac Efron, Lily Collins, Angela Sarafyan, Kaya Scodelario, Haley Joel Osment og John Malkovich Leikstj.: Joe Berlinger Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Selfossbíó, Eyjabíó og Ísafjarðarbíó Extremely Wicked, Shockingly Evil and Vile Sannsögulegt Ted Bundy hélt lengi vel fram sakleysi sínu og margir sem þekktu hann, þ. á m. unnustan Elizabeth Kloepfer, trúðu því alls ekki að hann væri morðingi. Zac Efron í hlutverki sínu sem Ted. Extremely Wicked, Shockingly Evil and Vile 110 mín Haley Joel Osment, sem sló í gegn ungur að árum, fyrst sem sonur Forrest Gump í sam- nefndri mynd og síðan í The Sixth Sense og fleiri myndum, mætti hress, kátur og 31 árs á Sundance-kvikmyndahátíðina í vetur. Þau Josephine Langford og Hero Fiennes sem fara með aðalhlutverkin í myndinni After hafa verið á ferð og flugi að undaförnu að kynna myndina og mættu eins og sjá má hér prúð- búin á forsýningu hennar í París 21. apríl. Lily Collins mætti í þessum flotta kjól frá Elie Saab á forsýningu myndarinnar Extremely Wicked, Shockingly Evil and Vile í London 24. apríl, en hún fer með aðalhlutverkið í henni á móti Zac Efron sem leikur Ted Bundy.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=