Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Leigan
8 Myndir mánaðarins Það hefur alltaf verið innbyggt í mig að maður verði að læra af því sem maður tekur sér fyrir hendur til að geta í framhaldinu orðið betri í því. Ef mér finnst ég ekki geta lært eitthvað af einhverju verki þá segi ég pass enda finnst mér það þá bara vera tímaeyðsla. - Lucas Hedges . Ég hrífst af mönnum sem hafa eitthvað af öllu. Ef Spock og Kirk hefðu eignast strák þá hefði ég gifst honum. - Zoe Saldana . Á mínu heimili voru Chris Farley og John Belushi í miklu uppáhaldi og áttu mestan þátt í að ég ákvað að reyna fyrir mér sem leikari. Mig langaði að gera það sem þeir gerðu og vera það sem þeir voru. En svo varð ég bara eins og ég er. - Jake Johnson, um fyrirmyndirnar. Johnny Depp. Ég er að bíða eftir að einhver skrifi handrit þar sem við leikum systkin – eða eitthvað. - Julia Roberts, spurð hvort hún eigi sér óskaleikara sem hún myndi vilja vinna með. Það eru gerðar myndir, „coming of age“-myndir, um unglinga sem eru að reyna að finna sinn sess í lífinu eftir að þeir yfirgefa æskuna. Margir segja að þetta tímabil sé eitt það skrítnasta að ganga í gegnum. Því er ég ekki sammála. Mér fannst tímabilið á milli 22 og 26 ára miklu skrítnara og það var miklu meira svona „coming of age“-tímabil fyrir mig. - Mahershala Ali . Jú, auðvitað hefði verið gaman að vinna en satt að segja fannst mér ég hafa unnið með því einu að vera á meðal þeirra sem voru tilnefndar. Ég meina, ég var bara nýorðin 15 ára og var í hópi með Melissu Leo, Helenu Bonham Carter, Amy Adams og Jacki Wea- ver. Hvaða 15 ára leikkona myndi ekki upplifa það sem sigur? - Hailee Steinfeld, um hvernig það var fyrir hana að vera tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í True Grit árið 2011. Ég kann að meta allar gerðir af myndum og næstum því allar sögur. Mér finnst samt alltaf áhugaverðast að sjá myndir um persónur sem reynast ekki vera það sem þær sýnast. Það helsta sem ég kann ekki að meta eru fyrirsjáanlegar sögur, þú veist, þegar maður veit nákvæmlega hvað gerist í næsta atriði, tala nú ekki um endinn. - Noomi Rapace, um uppáhalds- myndirnar sínar . Ég hef alltaf átt við þann vanda að stríða að sækjast mest eftir hlutverkum sem ég veit að ég mun ekki fá. - Robert Sheehan . Ég er leikari, ekki dómari. Það er ekki mitt að dæma persónurnar sem ég leik, heldur leika þær. Ég læt aðra um dómana. - Jason Clarke, spurður hvort hon- um hafi líkað eða mislíkað við einhverjar af persónunum sem hann hefur leikið . Líkindi? Já, það má segja að við eigum það sameiginlegt að hafa alla tíð elskað að gera það sem við gerðum, hann að ræna peningum úr bönkum og ég að leika í og búa til kvikmyndir. - Robert Redford, spurður hvort hann teldi einhver líkindi með sér og Forest Tucker sem hann leikur í myndinni The Old Man & the Gun . Ég fór að taka eftir því á ungl- ingsárum að fólk heldur að ég sé mun eldri en ég er. Þegar ég var átján hélt fólk að ég væri 25 ára og þrítugur þegar ég var 22 ára. Þrítugur var ég svo talinn fertugur og núna halda flestir að ég sé að nálgast fimmtugt. - Chris O’Dowd, sem er 38 ára. Vissulega er leiklist list en hún er þó allt öðruvísi en önnur list á þann hátt að við getum ekki stundað hana nema aðrir biðji okkur umþað. Málari málar þegar hann vill mála, rithöfundur skrifar þegar hann vill skrifa, en leikari leikur ekki nema í boði annarra. - Rose Byrne . Ég er að lesa How To Live: Or a Life ofMontaigne eftir SöruhBakewell. Hún er um franska rithöfundinn Michel de Montaigne sem var uppi á seinni hluta 16. aldar og skrifaði ritgerðir sem saman urðu að bók um hvernig fólk ætti að lifa lífi sínu og umbera eigin galla. Þetta er stórkostleg lesning og mér finnst það heillandi að lífs- speki Michels á enn meira erindi í dag en þegar hún var skrifuð. - Steve Coogan, um bókina á nátt- borðinu . Pabbi lét mig lofa sér því að ég myndi ekki gifta mig fyrr en eftir þrítugt. Ég hef hugsað mér að standa við það. - Isabela Moner, sem verður átján ára í júlí . Uppáhaldsmyndin mín heitir The Diving Bell and the Butterfly . Þú hefur aldrei heyrt hennar getið. - Jason Momoa .
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=