Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Leigan

6 Myndir mánaðarins Vatnsberinn 20. jan. - 18. feb. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Vogin 23. sept. - 23. okt. Það er kominn tími til að takast á við mál sem legið hefur þungt á þér síðan um fimmleytið 8. febrúar og vatt svo upp á sig vegna aðgerðaleysis og varð að því allsherjarklúðri sem það er í dag. Eitthvað sem hvílt hefur þungt á þér léttist verulega þegar þú steingleymir því. Þú færð mjög góða hugmynd um að breyta veröldinni til batnaðar en steingleymir henni líka fljótlega. Þar sem þér hættir til að ofmetnast og verða alveg óþolandi þegar þér er hrósað sleppum við því hér. Ákveddu að gefa allt sem þú átt til góðgerðar- mála svo þú getir byrjað upp á nýtt. Ekki taka það nærri þér þegar eitthvað sem þú átt týnist upp úr átjánda því það dúkkar upp aftur eftir ár. Nú er rétti tíminn fyrir alla í sporðdrekamerk- inu að fjárfesta í páskaeggi og liljum. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott segir máltækið og það þarftu að hafa í huga þann nítjánda þegar þú dettur ofan í þreskivél. Mundu að segja ekki nei heldur kannski, kannski, kannski. Steingeitin 22. des. - 19. jan. Þér líður dálítið eins og þú sért lítill, ódýr og einnota kveikjari sem er alveg að verða búinn með gasið. Reyndu að hressa þig við með sykurlausummjólk- urhristingi eða ferðalagi til Færeyja. Krabbinn 22. júní - 22. júlí Þú ert ekki búin(n) að lesa langt þegar þú rekst á stafsetnængarvillu sem fer verulega í taugarnar á þér. Þú vonar að að þú rekist ekki á fleiri svona villur en sú von fer fyrir lítið í lok lestrarinsins. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Fólk sem er fætt í meyjarmerkinu og er komið yfir þrítugt má reikna með tals- verðu hárlosi fram eftir mánuðinum og augljósum skallamerkjum. Einhver sem þú þekkir vinnur 680 kr. í lottóinu. Meyjan 23. ágúst - 22. sept. Þú sýnir hörku við samningaborðið og uppskerð mun stærra páskaegg en búið var að kaupa. Mundu bara þegar þú færð hressilega í magann að sá á alltaf kvölina sem á völina. Fiskarnir 19. feb. - 20. mars Þú lætur mjúkra lokka flóð létta strjúka þér um kinn á meðan skuggar mjakast nær og nóttin læðist inn en getur svo ekki sofnað vegna hrotanna í Bjössa. Prófaðu að slá hann utanundir. Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Fyrir utan þetta venjulega gerist lítið annað hjá þér í apríl en að þú eignast mjög góða léreftstusku sem þú getur notað til að strjúka af og fægja silfrið. Lukkutalan þín í apríl er einn og hálfur. Nautið 20. apríl - 20. maí Ekki taka öllu svona alvarlega eins og þú hefur gert að undanförnu og pass- aðu þig á að fá ekki annað ofsóknar- kast. Það er enginn að koma og taka þig, a.m.k. ekki fyrr en í næstu viku. Þann 4. apríl verða liðin nákvæm- lega 40 ár síðan einhver tárvotasta mynd allra tíma var frumsýnd, The Champ eftir leikstjórann Franco Zeffirelli, með þeim Jon Voight og Faye Dunaway í aðalhlutverkum þeirra fullorðnu og hinum unga Ricky Schroder í hlutverki T.J. Myndin innihélt, og inniheldur auðvitað enn, einhvern sorgleg- asta endi sem finna má í gjörvallri kvikmyndasögu bandarískra kvik- mynda enda komu áhorfendur meira og minna hágrátandi og með ekkasogum út af henni, hreint og beint harmi slegnir og í djúpri sorg yfir örlögum hnefaleikamannsins Billys og viðbrögðum sonar hans – sem hinn átta ára Ricky Schroder lék svo sannfærandi að hann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir vikið tæplega ári síðar, þ.e. 1980. Paul Stephen Rudd er eitt af af- mælisbörnum aprílmánaðar en hann fagnar fimmtugsafmæli sínu 6. apríl. Paul, sem á enska foreldra, fæddist og ólst fyrstu árin upp í New Jersey í Bandaríkjunum en flutti síðan til Overland Park í Kans- as þar sem hann fékk ódrepandi leiklistaráhuga og útskrifaðist svo í leiklist frá Kansas-háskóla. Paul var tiltölulega fljótur að koma sér á kortið í Hollywood eftir það og vinna sér inn hylli fyrir húmor og framkomu og eftir að hafa unnið við nokkra sjónvarpsþætti og leikið í nokkrum leikritum landaði hann stóru hlutverki í myndinni Clueless , en hún átti eftir að verða ein vinsælasta mynd ársins 1995. Síðan hefur Paul átt tryggan aðdáendahóp sem stækkað hefur ört, ekki síst eftir að hann sló í gegn sem titilpersónan Ant-Man í samnefndri mynd árið 2015. Sennilegt er að enn eigi eftir að bætast í þann aðdáendahóp þegar Avengers: Endgame verður frumsýnd 24. apríl en þar leikur Paul Ant-Man á ný. Þann 30. apríl verða liðin 30 ár síðan einhver áhrifamesti leikstjóri allra tíma, Sergio Leone, lést langt um aldur fram, aðeins sextugur að aldri, og var þá í miðjum klíðum að gera sína áttundu mynd sem fjalla átti um umsátrið um Leníngrad í síðari heimsstyrjöldinni eftir að hafa þar á undan sent frá sér stórvirkið Once Upon a Time in America . Fyrst og fremst er Sergios samt minnst fyrir svokallaða spag- hettívestra sína sem eru jafnan kenndir við hann þótt hann hafi vissulega ekki gert fyrstu myndina sem féll í þann flokk. Hins vegar á hann það nánast skuldlaust að hafa gert spaghettívestra vinsæla þegar hann sendi frá sér myndina A Fistful of Dollars árið 1964, en hún sló hressilega í gegn um allan heim og gerði Clint Eastwood að stórstjörnu um leið. Þeirri mynd fylgdi Sergio síðan eftir með For a Few Dollars More árið 1965 , The Good, the Bad and the Ugly árið 1966 og loks með meistaraverkinu Once Upon a Time in the West árið 1968. Nei, Sergio var ekki sá sem fann upp spaghettívestrann, en hann var örugglega sá sem sýndi fram á hvernig átti að gera þá. Eins og kemur fram í umfjöllun okkar um myndina The Old Man and the Gun hefur Robert Redford nú lagt leiklistarskóna áhilluna fyrir fullt og allt og er þessi mynd því sú síðasta sem hann kemur fram í. Um leið má minnast þess að nú eru 60 ár síðan leiklistarferill hans hófst í New York þar sem hann fékk sitt fyrst hlutverk í leikritinu Tall Story árið 1959. Hann lék síðan í nokkrum leikritum og kom fram í sjónvarpsþáttum í smáhlutverkum þar til hann sló í gegn á sviði í Broadway-leikritinu Barefoot in the Park eftir Neil Simon árið 1962. Fimm árum síðar sló hann svo í gegn alþjóðlega þegar hann lék sama hlutverk í kvikmyndaút- færslu leikritsins sem Gene Saks leikstýrði. Aðeins liðu svo tvö ár þar til hann varð stórstjarna fyrir leikinn ámóti Paul Newman í Butch Cassidy and the Sundance Kid árið 1969. En nú er ferill hans sem sagt á enda runninn og það er sjálfsagt að skora á alla að sjá þennan aldna meistara leika í síðasta sinn í The OldMan and the Gun . Stjörnuspá mánaðarins

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=