Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Leigan

32 Myndir mánaðarins Hefurðu séð þessar? Þegar hin unga og móðurlausa Clara fær jólagjöfina frá guðföður sínum Drossel- meyer grunar hana ekki að gjöfin muni leiða hana á vit stórkostlegra ævintýra í fjórum hliðarheimum, Snjókornalandi, Blómalandi, Sælgætislandi og svo fjórða landinu þar sem hin illa „rauða móðir“ hefur öll völd. Ekta fjölskyldumynd. Sögurnar um Bangsímon og vini hans í Hundraðekruskógi, og þá ekki síst vin- skap hans og Christophers Robin, eru fyrir löngu orðnar sígildar. Í þessari mynd sjáum við hvað gerist þegar þeir Christopher og Bangsímon hittast á ný eftir að hafa ekki sést í meira en tvo áratugi. Hefur eitthvað breyst? Skýrsla64 er gerð eftir fjórðu bók danska rithöfundarins Jussi Adler-Olsens um þá Carl Mørck og Assad hjá Q-deildinni og segir frá því þegar þeir uppgötva að tengsl eru á milli nokkurra mannshvarfa sem áttu sér stað fyrir tuttugu árum. Snýst sú rannsókn fljótlega upp í æsi- spennandi kapphlaup við tímann Sjö gerólíkir einstaklingar, sem allir hafa einhverju að leyna, hittast á El Royale- hótelinu við Tahoe-vatn þar sem skuggaleg fortíðin svífur yfir vötnum. Á einum sólarhring fær allt þetta fólk tækifæri til að gera yfirbót – áður en allt fer til helvítis. Þrælgóð sakamála- og fléttumynd sem kemur verulega á óvart! Þær Donatella og Beatrice hafa verið nauðvistaðar á geðsjúkrahæli þar sem þær hittast í fyrsta sinn og verða góðar vinkonur þrátt fyrir að vera gerólíkar að upplagi og með gerólíkar sögur að baki. Dag einn gefst þeim tækifæri til að flýja af hælinu og halda á vit ævintýra ... og því tækifæri sleppa þær ekki! The Sisters Brothers er kostuleg blanda af vestra og svartri kómedíu en hún gerist á tímum gullæðisins í Kaliforníu um miðja nítjándu öld. Þeir Joaquin Phoenix og John C. Reilly leika bræðurna Charlie og Eli Sisters sem hafa tekið að sér að elta uppi gullleitarmann og efnafræðing í vafasömum tilgangi, vægast sagt. Þrjár konur sem urðu ekkjur þegar eigin- menn þeirra voru drepnir við ránstilraun sjá sæng sína uppreidda þegar glæpafor- inginn Jamal Manning krefur þær um milljónir dollara sem hann segir að eigin- menn þeirra hafi skuldað sér. En í stað þess að verða við kröfum Jamals ákveða konurnar að snúa vörn í sókn. Fjörutíu árum eftir að Michael Myers myrti þrjá á hrekkjavökunni snýr hann afturtilað ljúkaverkinu.En íþettasinner Laurie Stroder, sem slapp naumlega undan honum árið 1978, tilbúin. Hörku- mynd sem fengið hefur mjög góða dóma gagnrýnenda og sló aðsóknarmet í kvikmyndahúsum. Mögnuð saga verðlaunablaðakonunnar Marie Colvin sem frá árinu 1985 starfaði fyrir The Sunday Times, lengst af við öflun frétta frá stríðshrjáðum héruðum og löndum. Myndin var tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna, fyrir leik Rosamund Pike og fyrir titillagið sem Annie Lennox samdi og flytur. Þeir sem kunna að meta sannsögulegar myndir í sérflokki ættu alls ekki að missa af þessari áhrifaríku snilldarmynd þar sem Rupert Everett fer algerlega á kostum í hlutverki írska ljóð- og leik- skáldsins Oscars Wilde, en myndin gerist á síðustu árum lífs hans og lýsir vel aðstæðum hans undir lokin. Gary Hart var vonarstjarna bandaríska demókrataflokksins og töldu margir hann öruggan um að verða forsetaefni flokksins í kosningunum 1988. Þegar pressan komst að því að hann hafði átt vingott við konu utan hjónabandsins féll hann af þeim stalli með miklum hvelli. Hugh Jackman fer hér á kostum. Maya er komin á fimmtugsaldur og er föst í láglaunavinnu í stórmarkaði enda hefur hún hvorki menntun né reynslu til að geta sótt um betur launuð störf og finnst eins og hún sé í blindgötu með líf sitt. Dag einn breytist allt þegar einka- rekið fjármálafyrirtæki býður henni fyrir tóman misskilning hálaunað starf. Þau John og Ella, sem eru á áttræðisaldri og eiga gullbrúðkaup að baki, glíma bæði við alvarlega og ólæknandi sjúkdóma því hann er kominn með Alz- heimer með tilheyrandi minnisglopp- um og hún er með krabbamein og hefur hætt að þiggja meðferð við því. En þau eiga eitt ævintýri eftir. Ljúf og góð mynd. Teiknimyndin Smáfótur er byggð á myndasögunni Yeti Tracks eftir Sergio Pablos, þann sama og skapaði sögurnar um hinn önuga en stórsnjalla Gru og litlu gulu skósveinana. Hér segir frá snjó- manninum Mígó sem heldur frá heim- kynnum sínum til byggða til að skoða hina skrítnu dýrategund, manninn! Þegar galdramaðurinn og ógnvaldurinn Gellert Grindelwald sleppur úr haldi og byrjar að safna liði til að geta komið valdasjúkum áformum sínum í fram- kvæmd fær Albus Dumbledore Newt Scamander til að fara í málið ásamt vinum sínum því fyrirætlanir Gellerts verður að stöðva – hvað sem það kostar. Tónlistarmaðurinn Jackson Maine má muna sinn fífil fegurri og þótt hann njóti enn hylli gamalla aðdáenda er ferill hans á fallanda fæti, ekki síst vegna óhóflegrar drykkju. Þegar hann hittir hina efnilegu leik- og söngkonu Ally má segja að hann fái nýtt markmið í lífinu: Að aðstoða Ally við að ná frægð og frama. The Girl in the Spider’s Web er gerð eftir fjórðu bókinni um þau Lisbeth Salander og Mikael Blomkvist og segir frá því þegar þau hittast á ný eftir áralangan aðskilnaðogtakastáviðflókiðglæpamál og ráðgátu þar sem miskunnarlausir morðingjar, tölvuhakkarar og spilltir út- sendarar yfirvalda koma við sögu. Sorry to Bother You gerist í nokkurs konar hliðarveruleika við þann sem við þekkj- um og þykir einstaklega fyndin mynd og hárbeitt þjóðfélagsádeila enda fær hún frábæra dóma á Metacritic þar sem hún er með 8,0 í meðaleinkunn og hefur auk þess sópað til sín verðlaunum og viður- kenningum á kvikmyndahátíðum. Heavy Trip , sem á frummálinu heitir Hevi reissu , er alveg áreiðanlega ein fyndnasta mynd sem Finnar hafa gert enda hefur hún hlotið afar góða dóma og naut mikillar aðsóknar í bíó í heimalandinu endaalvegsprenghlægileg.Segjamargir að hún sé nokkurs konar Spinal Tap Finna. Mynd sem kætir og hressir! Drama/rómantík Ævintýri/galdrar Spenna/sakamál Vestri/svartur húmor Teiknimynd Gamandrama Spenna/hasar Ævintýri Tryllir Fjölskyldumynd Spenna/ráðgáta Spenna/hasar Gamandrama Sannsögulegt Gamanmynd Gamanmynd Sannsögulegt Gamanmynd/ádeila Sannsögulegt A Star Is Born Skýrsla 64 Fantastic Beasts: The Crimes ... The Sisters Brothers The Girl in the Spider’sWeb Like Crazy Halloween Christopher Robin Smáfótur Bad Times at the El Royale The Leisure Seeker Sorry to Bother You A PrivateWar The Happy Prince The Front Runner Second Act Heavy Trip The Nutcracker and the ... Lof mér að falla eftir leikstjórann Baldvin Z, sem skrifaði einnig handritið ásamt Birgi Erni Steinarssyni, hefur hlotið einróma lof allra sem séð hafa enda afar vel gerð og leikin í alla staði og svo áhrifarík að bæði sagan og persónur hennar lifa með áhorfendum löngu eftir að myndinni lýkur. Íverðlaunamyndinni BohemianRhapsody er farið yfir feril hljómsveitarinnar Queen allt frá byrjun, með sérstakri áherslu á hlut píanóleikarans, laga- og textahöf- undarins og eins besta rokksöngvara allra tíma, Freddies Mercury, sem lést langt um aldur fram árið 1991, aðeins 45 ára að aldri. Frábær mynd fyrir alla. Sannsögulegt Sannsögulegt Lof mér að falla Bohemian Rhapsody Widows Komnar út og fáanlegar á sjónvarpsleigunum

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=