Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Leigan
29 Myndir mánaðarins Þau Sophie Turner, sem leikur titilhlutverkið í X-Men -myndinni væntanlegu Dark Phoenix , og kærasti hennar, tónlistarmaðurinn Joe Jonas, voru á röltinu í New York 15. mars og tóku bara vel í beiðni aðdáanda um sjálfu. Síðasta vika grunnskólans er runnin upp og Kayla Day getur ekki beðið eftir skóla- slitunum svo hún geti byrjað að gleyma semmestu af því semgerðist síðasta vetur. Á ensku flokkast Eighth Grade til „coming of age“-mynda en þær fjalla um það tímabil í lífi einstaklinga þegar þeir eru mitt á milli þess að vera börn og fullorðnir. Myndin þykir ein sú besta sem gerð hefur verið í þessum flokki. Uppvaxtarsaga Reyndu að vera þú sjálf 93 mín VOD Aðalhlutverk: Elsie Fisher, Josh Hamilton og Emily Robin- son Leikstjórn: Bo Burnham Útgefandi: Sena 26. apríl Punktar ............................... l Eighth Grade er ein mest verðlaunaða mynd ársins 2018, bæði myndin sjálf, handrit hennar, leikstjórnin og ekki síst aðalleikkonan Elsie Fisher sem er frábær í hlutverkinu og var m.a. tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir vikið. Myndin hlaut ennfremur áhorfendaverð- launin á Sundance-hátíðinni í fyrra, var valin mynd ársins af meðlimum American Film Institude (AFI) og ein af tíu bestu myndum ársins af samtökum bandarískra gagnrýnenda. Hún er með 9,0 í meðaleinkunn á Metacritic. HHHHH - L.A. Times HHHHH - N.Y. Times HHHHH - R. Stone HHHHH -Wash. Post HHHHH - Entert.Weekly HHHHH - Slate A Dog’s Way Home – Eighth Grade Hér má sjá mæðgurnar og leikkonurnar Thandie Newton og dóttur hennar Nico Parker þegar þær mættu á forsýningu Disney-myndarinnar Dumbo í London 21. mars, en í henni fer Nico með stórt og jafnframt sitt fyrsta kvikmyndahlutverk. Það erfiðasta sem tíkin Bella gerir er að bíða eftir að besti vinur hennar og eigandi, Lucas, komi heim. Dag einn á meðan hún bíður sleppur hún óvart út einsömul og fer að elta íkorna út í buskann uns hún áttar sig á að hún ratar ekki lengur heim aftur. Þessi skemmtilega, ljúfa og fyndna mynd hentar frábærlega til áhorfs fyrir yngri áhorf- endur enda er hér sögð saga sem heldur athyglinni vakandi frá byrjun til enda. Við kynnumst Bellu fyrst þegar hún er hvolpur og verður hvers manns hugljúfi. Þegar hún síðan týnist verður það henni bæði til happs og ólukku að vera tekin í fóstur af fólki sem býr langt í burtu. Bellu líður vel þar, en er samt staðráðin í að finna á ný besta vin sinn, Lucas. Fjölskyldumynd Heima er best 96 mín VOD Aðalhlutverk: Ashley Judd, Jonah Hauer-King, Edward James Olmos, Alexandra Shipp og Barry Watson Leikstjórn: Charles Martin Smith Útgefandi: Sena 26. apríl Punktar ............................... l Þótt Bella tali ekki mannamál í myndinni þá heyrumvið oft hvað hún er að hugsa og er það leikkonan Bryce Dallas Howard sem kemur þeim hugsunum í orð. Þess ber að geta að sú sem leikur Bellu fullorðna heitir í raun Shelby. HHH 1/2 - R.Ebert HHH 1/2 - Entert.W. HHH -Variety HHH - Hollyw. Reporter
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=