Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Leigan

27 Myndir mánaðarins 24. apríl 97 mín Aðalhlutv.: John C. Reilly, Steve Coogan, Shirley Henderson og Nina Arianda Leikstjórn: Jon S. Baird Útg.: Myndform VOD Sannsögulegt Stan Laurel og Oliver Hardy voru á árunum 1930 til 1950 einhver vinsælasti gríndúett heims og gerðu saman fjölda mynda sem nutu mikillar hylli, þ. á m. á Íslandi þar semþeir voru yfirleitt kallaðir Gøg ogGokke, semvar danska heitið, eða Steini og Olli á íslensku. Stan & Ollie gerist undir lok ferils þeirra félaga þegar þeir sneru til Englands og héldu svo í sína síðustu sýningarferð. Það eru þeir John C. Reilly og Steve Coogan sem bregða sér hér í gervi þeirra Stans Laurel og Olivers Hardy og gera það á nánast fullkominn hátt. Myndin gerist á sjötta áratug síðustu aldar þegar þeir félagar koma til Bretlands eftir áralanga vist í Hollywood og ákveða að fara í sýningarferðalag umBretlandseyjar. Sú ferð gengur hins vegar upp og niður, bæði vegna þess að ferill þeirra er á fallanda fæti þegar þarna er komið sögu og vegna þess Laurel var farinn að tapa heilsu. Þykir myndin lýsa bæði sambandi félaganna innbyrðis og sýningarferðinni á eins sannferðugan hátt og nokkur kostur er. Þetta er ljúfsár mynd sem við mælum heilshugar með. Hin ósagða saga John C. Reilly og Steve Coogan eru frá- bærir í aðalhlutverkum myndarinnar. l Handritið að Stan&Ollie þykir afar gott en það er skrifað af Jeff Pope sem hlaut fjölda verðlauna fyrir síðasta bíómyndahandrit sitt, Philomena , þ. á m. BAFTA-verðlaunin og tilnefningu til Óskarsverðlauna. l Myndin er byggð á bókinni Laurel &Hardy - The British Tours eftir A.J. Marriot sem kom út 1993 og innihélt ítarlegar heimildir, efni og upplýsingar umþessa síðustu sýningar- ferð Steina og Olla og samband þeirra. Punktar .................................................................. Stan & Ollie – Ronja ræningjadóttir HHHHH - S.F. Chronicle HHHHH - Observer HHHH 1/2 - L.A. Times HHHH 1/2 - IGN HHHH 1/2 - Washingt. Post HHHH 1/2 - R.Ebert.com HHHH - Empire HHHH - R. Stone HHHH - Variety HHHH - Screen 24. apríl 100 mín Teiknimyndir með íslensku tali um ævintýri Ronju ræningjadóttur Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Þessi 26 þátta teiknimyndasería, sem byggð er á hinni víðfrægu og ástsælu bók Astridar Lindgren, hefur verið sýnd á RÚV og er eftir japanska listamanninn Gorô Miyazaki, son Hayaos Miyazaki sem gerði m.a. Spirited Away og Princess Mononoke . Ævintýrið um Ronju ræningjadóttur kom út árið 1981 og skipaði sér þegar í flokk með bestu bókum Astridar Lindgren, þ. á m. bókunum um Línu langsokk og Emil í Kattholti. Sagan er um hana Ronju sem elst upp í ræningjakastala á miðöldum í Svíþjóð. Hún verður fljótlega mjög forvitin um umhverfi sitt og lendir í ýmsum ævintýrum í skóglendinu um- hverfis kastalann þar semalls kyns kynjaverur hafast við. Þegar hún síðan kynnist jafnaldra sínum, strák sem reynist sonur svarinna andstæðinga foreldra hennar, breytist allt ... Þessi útgáfa inniheldur þætti 24 til 26 sem hver fyrir sig er 25 mínútur að lengd. Þess má geta að þættirnir hlutu alþjóðlegu Emmy-verðlaunin 2016 í flokki teiknaðs barnaefnis. Ævintýrið um Ronju í nýjum búningi

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=