Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Leigan

25 Myndir mánaðarins Planetarium – Replicas 17. apríl 105 mín Aðalhl.: Natalie Portman, Lily-Rose Depp, Emmanuel Salinger og Amira Casar Leikstj.: Rebecca Zlotowski Útg.: Myndform VOD Fantasía/ráðgáta Þær Laura og Kate Barlow eru systur sem ferðast um með sýningaratriði sem sannfærir marga um að þær, og þá sérstaklega Kate, séu gæddar skyggnigáfu og geti náð sambandi við framliðna. Þegar forríkur maður að nafni André Korben bítur á agnið og pantar einkatíma (sem er tilgangur sýningaratriðisins) hefst bæði óvenjuleg og ófyrirsjáanleg atburðarás. Planetarium , sem í Bandaríkjunum var sýnd undir heitinu The Summoning , gerist í Frakklandi undir lok þriðja áratugar síðustu aldar og í bakgrunninum er pólitísk ólga í Evrópu og vaxandi gyðingaandúð. Þær Laura og Kate eru bandarískar og hafa hinar „dulrænu“ sýningar þeirra vakið talsverða lukku á meðal hástéttarinnar og gert þær sjálfar vel efnaðar. En mikið vill meira og stundum er erfitt að hætta ... Njótum á meðan það endist Systurnar Laura og Kate Barlow eru leiknar af Natalie Portman og Lily-Rose Depp. l Leikstjóri Planetarium og annar handritshöfundanna er Rebecca Zlot- owski, semsendi síðast, eða árið 2013, frá sér myndina Grand Central sem hlaut fjölmörg verðlaun. l Natalie Portman, sem eftir að hafa komið nakin fram í myndinni Hotel Chevalier eftir Wes Andersons árið 2007, sór þess eið að koma aldrei aftur nakin fram í kvikmynd. Hún stendur ekki við það heit í Planetarium . l Sú sem leikur yngri systurina, Lily- Rose Depp, er eins og nafnið bendir til dóttir Johnnys Depp og Vanessu Para- dis. Hún verður tvítug 27. maí nk. Punktar .................................................................. HHHH 1/2 - CineVue HHH 1/2 - L.A. Times HHH - Screen International 24. apríl 107 mín Aðalhl.: Keanu Reeves, Alice Eve, Thomas Middleditch og John Ortiz Leikstj.: Jeffrey Nachmanoff Útg.: Myndform VOD Vísindaskáldsaga William Foster er vísindamaður sem ásamt félaga sínum Ed Whittle hefur þróað aðferð til að færa minni látinna einstaklinga yfir í vélmenni. Þegar eiginkona Williams, Mona, lætur lífið í bílslysi ásamt þremur börnum þeirra fær hann Ed til að hjálpa sér að færa minni þeirra yfir í klónaða lík- ama svo þau geti lifað á ný. Hvorugur gerir sér grein fyrir afleiðingunum. Vísinda- og hátæknitryllirinn Replicas gerist í Púertó Ríkó þar sem þeir William og Ed starfa við að búa til vélmenni sem geta tekið við minningum og reynslu látinna hermanna og komið í þeirra stað. Þegar eiginkona Williams og börn þeirra þrjú deyja verður yfirþyrmandi sorgin til þess að ekkert annað kemst að í kolli hans en að „lífga“ þau aftur viðmeð hinni hávísindalegu tækni. Það tekst, með einni undan- tekningu, en skapar um leið mörg önnur vandamál sem erfitt reynist að eiga við ... Allt hefur afleiðingar Keanu Reeves leikur vísindamanninn William Foster sem grípur til örþrifaráða þegar eiginkona hans og börn deyja. l Replicas er fyrsta bíómynd leik- stjórans Jeffreys Nachmanoff í ellefu ár eða allt frá því hann sendi frá sér hina þrælfínu mynd Traitor árið 2008. l Handrit myndarinnar er eftir Chad St. John sem skrifaði m.a. handrit myndanna Peppermint og LondonHas Fallen , en sagan er eftir Stephen Ham- ill sem samdi einnig sögur myndanna Henry’s Crime og Siberia – sem voru einnig báðar með Keanu Reeves í aðalhlutverki. Báðar þær myndir, svo og Replicas eru framleiddar af fyrir- tækinu Company Films sem þeir Step- hen og Keanu eiga saman og fram- leiddi m.a. líka myndina JohnWick . Punktar ..................................................................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=