Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Leigan
24 Myndir mánaðarins 17. apríl 105 mín Aðalhl.: Björn Thors, Jóel Sæmundsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Edda Björgvinsdóttir Leikstjórn: Maximilian Hult Útg.: Sena VOD Gaman/rómantík Vesalings elskendur er stórskemmtileg, rómantísk og um leið launfyndin mynd um tvo bræður, þá Óskar og Magga, sem langar báða til að finna þá einu réttu en bera sig misjafnlega að við að láta drauma sína rætast. Fyrir utan að þeir Óskar og Maggi (Björn Thors og Jóel Sæmundsson) eru tiltölu- lega rólegir í tíðinni eiga þeir það sameiginlegt að hafa ekki átt auðvelt með að láta sambönd sín við hitt kynið ganga upp, a.m.k. ekki eins og þeir hefðu viljað. Hins vegar eru þeir gjörólíkir að því leyti að ámeðanMaggi hoppar úr einu sambandinu í annað, alltaf í þeirri vissu að í þetta sinn hafi hann hitt hina einu réttu, forðast Óskar að bera tilfinningar sínar á borð og er því mun óreyndari en bróðir hans í þessum efnum. Inn í söguna og þá um leið inn í málefni bræðranna blandast ýmsar persónur sem tengjast þeim vinar- eða fjölskylduböndum og að sjálfsögðu nokkrar konur, þ. á m. dýralæknirinn Anna sem Óskar hefur lengi verið hrifinn af ... Leitin að hamingjunni Jóel Sæmundsson og Björn Thors leika bræðurna Magga og Óskar sem þrátt fyrir að vera bæði góðir vinir og samrýndir hafa mjög ólíka sýn á ýmsa hluti, ekki síst hvað varðar ástamálin. l Leikstjóri myndarinnar og hand- ritshöfundur er SvíinnMaximilian Hult sem átti að baki fjölda stutt- og heimildarmynda, tónlistar- myndbönd og auglýsingar þegar hann sendi frá sér sína fyrstu bíómynd, Hemma , árið 2013. Sú mynd hlaut fjölda verðlauna og viðurkenninga, þ. ám. tilnefningu til sænsku kvikmyndaverðlaun- anna og tvær tilnefningar til íslensku Eddu-verðlauna árið 2014 enda var hún eins og Vesalings elskendur gerð í sam- vinnu við íslenska aðila. Punktar .................................................................. Vesalings elskendur – Holmes & Watson 17. apríl 89 mín Aðalhlutv.: Will Ferrell, John C. Reilly, Ralph Fiennes, Rebecca Hall og Hugh Laurie Leikstjórn: Etan Cohen Útg.: Sena VOD Gamanmynd/farsi Snjallasti rannsakandi allra tíma, Sherlock Holmes, og hinn sauðtryggi aðstoðarmaður hans, læknirinn JohnWatson fá hér til úrlausnar morð sem ekki er búið að fremja. Að sjálfsögðu er það prófessor Moriarty, erkióvinur Holmes, sem stendur að baki þeimóskunda, enmorðið segist hannætla að fremja eftir fjóra daga. Leysa þeir Sherlock og Watson gátuna í tíma? Það gerir málið enn vandasamara að prófessor Moriarty hefur látið uppi að hann hyggist myrða sjálfa Viktoríu Bretadrottningu. Þar sem það liggur ljóst fyrir að hann er ekki að grínast hvíla því sjálf örlög konungdæmisins á herðum þeirra Sherlocks og Watsons og innsæi þeirra. Það reynist hins vegar hægara sagt en gert að finna lausnina auk þess sem þeir Sherlock ogWatson eiga það til að taka verulega vanhugsuð hliðarspor sem leiða þá oftast út í hinar mestu ógöngur ... Auk þeirra Wills Ferrell og Johns C. Reilly fara fjölmargir þekktir leikarar með hlutverk í myndinni, þ. á m. Ralph Fiennes sem leikur Moriarty prófessor, Kelly Macdonald sem leikur ráðskonu Holmes, ungfrú Hudson, Hugh Laurie sem leikur Mycroft, eldri bróður Sherlocks, Pam Ferris sem leikur Viktoríu drottningu, Rob Brydon sem leikur Lestrade lög- regluforingja, Rebecca Hall sem leikur lækninn Grace Hart og Steve Coogan sem leikur furðufuglinn Gustav Klinger. Engin lausn er of langsótt John C. Reilly ogWill Ferrell leika þáWatson lækni og Holmes sem hér rannsaka dular- fullt morð sem enginn hefur enn framið. Punktar ....................... l Eins og flestir sem fylgjast með kvik- myndum vita þá nýtur Holmes & Watson þess vafasama heiðurs að hafa verið tilnefnd til sex Razzie-verðlauna í ár og hlotið fern. En í huga margra gerir það þennan farsa bara enn áhugaverðari enda er smekkur fólks misjafn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=