Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Leigan
20 Myndir mánaðarins 12. apríl 99 mín Aðalhlutverk: Taylor Russell, Logan Miller, Deborah Ann Woll og Jay Ellis Leikstj.: Adam Robitel Útg.: Sena VOD Spenna/ráðgáta Sex ungmenni sem þekkjast ekki innbyrðis fá dag einn senda litla gesta- þraut sem reynist, þegar hún hefur verið leyst, innihalda boð um að mæta á ákveðinn stað á ákveðnum tíma og keppa þar um milljón dollara við að leysa aðra stærri þraut. Það sem þau vita ekki, og komast ekki að fyrr en þrautin er byrjuð, er að nái þau ekki að leysa hana munu þau öll deyja. Escape Room er ekta fín afþreying fyrir fólk sem vill sjá spennuþrunginn hasar, kryddaðan dularfullri ráðgátu því hvorki áhorfendur né hinar sex aðalpersónur myndarinnar fá að vita hver eða hverjir standa á bak við hina lífshættulegu þraut þótt þau geri sér smám saman grein fyrir að það er ástæða fyrir því að þau voru valin til að leysa hana. Þar sem við viljum auðvitað ekki skemma fyrir þeim sem ekki hafa séð myndina segjum við ekki orð meira um söguna eða framvinduna! Getur þú leyst þrautina? Ungmennin lenda í miklum vanda þegar þrautin sem þau þurfa að leysa til að bjarga lífinu reynist flóknari en þau sáu fyrir. l Leikstjóri og handritshöfundur Escape Room er Adam Robitel og er þetta þriðja mynd hans í fullri lengd, en þær fyrri voru hrollvekjurnar Insidious: The Last Key og The Taking of Deborah Logan . Þess má geta að hann leikur sjálfur eitt aukahlutverkið í myndinni. Gáið hvort þið sjáið hann. l Myndin gekk mjög vel í kvikmynda- húsum eins og reiknað hafði verið með fyrirfram og þykir ekki ólíklegt að gerð verði framhaldsmynd. Það hefur þó ekki verið staðfest. Punktar .................................................................. HHH 1/2 - Wrap HHH 1/2 - Hollyw. Reporter HHH 1/2 - N.Y. Magazine HHH 1/2 - IGN HHH - Los Angeles Times HHH - The Guardian Escape Room – American Hangman Zachary Levi og Mark Strong sem leika svarna andstæðinga í ofurhetjumyndinni Shazam! voru eins og sést kampakátir á kynningu á myndinni sem haldin var í London 20. mars. Óþekktur maður hefur fangað hæsta- réttardómarann Oliver Straight sem hann ákærir í beinni netútsendingu fyrir réttar- morð. Hann fer fram á að almenningur hlusti á hann flytja mál sitt og felli síðan úrskurð um sekt eða sakleysi dómarans. Mannræninginn bregður sér hér í hlutverk saksóknara og böðuls en ljóst er frá upphafi að hann telur dómarann hafa dæmt saklausan mann til dauða og sé því sjálfur sekur ummorð. Fallist áhorfendur (kviðdómur) á að hann hafi rétt fyrir sér og úrskurði dómarann sekanætlar hann sér að taka hann af lífi. Fyrir lögregluna er þetta „réttarhald“ því kapphlaup við tímann, en auk þess leynist í sögunni óvænt flétta. Spennumynd Sekur eða saklaus? 99 mín VOD Aðalhlutverk: Donald Sutherland, Vincent Kartheiser, Oliver Dennis og Paul Braunstein Leikstjórn: Wilson Coneybeare Útgefandi: Sena 12. apríl Punktar ............................... l Leikstjóri myndarinnar, Wilson Coneybeare, skrifaði einnig handritið og sótti að eigin sögn innblásturinn í hinn harða „dómstól götunn- ar“ sem dæmir oft án þess að vita allar stað- reyndir mála og kringumstæður í þeim. Hvernig bregst þessi dómstóll við þegar honum er fært raunverulegt dómsvald? HHH 1/2 - FilmThreat Donald Sutherland leikur dómarann Oliver Straight í American Hangman .
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=