Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Leigan

18 Myndir mánaðarins 11. apríl 96 mín Aðalhlutverk: Sjá leikara í punktum Leikstjórn: Árni Ólason Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Þættirnir um Bubba hafa komið út síðan 1998 og nú þegar 20. þáttaröðin hefst hafa bæði hann sjálfur og allt hans umhverfi hans breytt um svip! Þótt þessir nýju þættir umBubba, semhefja göngu sína á DVDog á sjónvarpsleig- unum 11. apríl, séu með öðru sniði en áður og útlitið og umhverfið hafi breyst er hjartað á sínum stað. Hér er um að ræða fyrstu 8 þættina af 48 og við hvetjum að sjálfsögðu bæði gamla og nýja aðdáendur til að fylgjast með frá byrjun og upplifa öll þau fjölmörgu verkefni sem Bubbi og vinir hans eiga fyrir höndum ... Bubbi byggir og bjargar málunum Bubbi byggir – What Happened to Monday 12. apríl 123 mín Aðalhl.: Noomi Rapace, Glenn Close, Willem Dafoe og Marwan Kenzari Leikstj.: Tommy Wirkola Útg.: Myndform VOD Spenna/hasar What Happened to Monday er vísindaskáldsaga sem gerist þegar yfirvöld hafa lagt blátt bann við því að fólk eignist fleiri en eitt barn og hafa öll yngri systkini verið svæfð. Allir þurfa að ganga með ökklabönd. Enn vita samt yfirvöld ekki af því að í húsi einu búa sjö systur, sjöburar, sem líta allar eins út og hafa komist af með því að þykjast vera ein og sama manneskjan. Móðir systranna lést við að fæða systurnar og við þeim tók afi þeirra sem hefur síðan passað upp á að einungis ein þeirra fari út í einu, t.d. til að sækja skóla. Hann nefndi þær eftir vikudögunum, þ.e. Monday, Tuesday, Wednesday, Thursday, Friday, Saturday og Sunday, og fær hver þeirra einungis að fara út á þeim degi semhún er nefnd eftir. Að því kemur þó að mistök eru gerð sem koma yfirvöldum á sporið og barátta afans og systranna fyrir tilverunni breytist í æsilegan flótta ... Það sem hendir eina hendir allar Noomi Rapace leikur sjöfalt hlutverk í myndinni, þ.e. allar sjö systurnar. l Leikstjóri myndarinnar er norski Íslandsvinurinn Tommy Wirkola sem sló í gegn með Død snø hér um árið og gerði svo framhaldsmyndina Død snø 2 (sem var að mestu tekin upp á Eyrarbakka og þar um kring) og Hans og Grétu-myndina Witch Hunters . l Handrit myndarinnar, sem er eftir Max Botkin og Kerry Williamson, var árið 2010 á svarta listanum svokallaða í Hollywood yfir áhugaverðustu hand- ritin sem ekki var búið að kvikmynda. Það sækir að sumu leyti innblástur í bók Kurts Vonnegut, 2BR02B . Punktar .................................................................. HHH - The Playlist HHH - The Wrap HHH - ReelViews DVD l Þættirnir um Bubba byggi eru að sjálfsögðu vandlega talsettir á íslensku svo þau yngstu fái notið þeirra sem best en þýðandi er Hildigunnur Þráinsdóttir. Þau sem ljá persónunum raddir sínar eru Sigurbjartur Sturla Atlason, Aðalbjörn Tryggvason, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Valdís Eiríksdóttir, Íris Hólm Jónsdóttir, Bjarki Kristjánsson, Steinn Ármann Magnússon, Agla Bríet Einarsdóttir, Karl Páls- son, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Gunnar Ólason . Punktar ..................................................................

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=