Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Leigan
17 Myndir mánaðarins Grami göldrótti Ævintýri í töfraveröld Íslensk talsetning: Hjalti Rúnar Jónsson, Vaka Vigfúsdóttir, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Selma Lóa Björnsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Hjálmar Hjálmarsson, Steinn Ármann Magnússon og Þórhallur Sigurðsson Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Útgefandi: Myndform 97 mín 11. apríl Terry er unglingspiltur sem hefur alist upp hjá ömmu sinni í London þar sem hún rekur skemmtigarð. Þegar fjárhagsörð- ugleikar eru við það að setja skemmtigarðinn á hausinn gerist nokkuð óvænt og Terry er fyrir töfra fluttur yfir í ævintýraheim þar sem hann fær það verkefni að bjarga prinsessu og stöðva hinn göldrótta Grama, en hann hefur ákveðið að banna alla hamingju í veröldinni. Það má honum auðvitað ekki takast! Grami göldrótti er eldfjörug og fyndin teiknimynd eftir Andrés Couturier semsækir bæði karakterana og innblásturinn að sögunni í teiknimyndaseríu sem gerði það gott á sjöunda áratug síðustu aldar í bandarísku sjónvarpi og nefndist Here Comes the Grump . Grami galdrakarl er ekki alvondur þótt flestir hræðist hann. Honum er bara meinilla við að þeir sem búa í ríki hans séu hamingjusamir og hefur því alfarið bannað hamingjuna með göldrum. Við það er prinsessan Dögun ekki sátt og grípur það því fegins hendi þegar Terry birtist skyndilega úr mannheimum að fá hann í lið með sér við að eyða álögum Grama. Um leið þarf Terry að finna sem fyrst leiðina heim aftur þar sem amma hans og skemmtigarðurinn bíða ... Grami göldrótti Teiknimynd DVD VOD
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=