Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Leigan

16 Myndir mánaðarins Spider-Man: Into the Spider-Verse Fleiri en einn ganga með grímuna! Íslensk talsetning: Hafsteinn Níelsson, Rúnar Freyr Gíslason, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Hilmar Guðjónsson, Davíð Guðbrandsson, Steinn Ármann Magnússon, Valgerður Guðna- dóttir, Björgvin Franz Gíslason, Ævar Þór Benediktsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir Þýðing og leikstjórn: Kristinn Sigurpáll Sturluson Útgefandi: Sena 5. apríl Teiknimyndin Spider-Man: Into the Spider-Verse kemur út á BluRay, DVD og VOD-leigunum 5. apríl en hér er um að ræða stórskemmtilegt hliðarævintýri frá hinum venjulegu Spider- Man -myndum þar sem aðalsöguhetjan Miles Morales telur sig hinn eina og sanna köngulóarmann – en hefur rangt fyrir sér. Að því kemst Miles þegar hann kynnist hinum Spider-Man-veröld- unum þar sem köngulóarmenn, köngulóarkonur og köngulóardýr hafast við og eru öll gædd sömu ofurhæfileikunum. Þeirra ámeðal er Peter Parker sem tekur Miles í kennslustund í sveiflutækninni áður en hann hittir allar hinar köngulóarútgáfurnar, þar á meðal Gwen Stacy, svarta köngulóarmanninn og Spider-Ham, sem er í raun svín. Úr þessu öllu verður heljarinnar ævintýri, spennandi ogmjög fyndið, þar sem hersingin þarf að takast á við glæpakónginn þykka, Wilson Fisk, sem lét síðast á sér kræla í nýjasta Spider-Man -tölvuleiknum. Myndin verður gefin út bæði með íslensku og ensku tali en á meðal þeirra sem tala fyrir persónurnar í ensku útgáfunni eru þau Shameik Moore, Hailee Steinfeld, Liev Schreiber, Nicolas Cage, Mahershala Ali, Jake Johnson, Lily Tomlin, Brian Tyree Henry og Kimiko Glenn. Spider-Man: Into the Spider-Verse Teiknimynd 120 mín DVD VOD l Spider-Man: Into the Spider-Verse hefur eins og sést fengið topp- dóma og hlaut bæði BAFTA-, Golden Globe-, og Óskarsverðlaunin í ár sem besta teiknimyndin 2018. Hún er með 8,7 í meðaleinkunn á Metacritic og 8,6 á Imdb. Þetta er frábær mynd sem hvorki kvik- mynda- né teiknimyndaunnendur mega láta fram hjá sér fara. Punktar .................................................... HHHHH - Empire HHHHH - BostonGlobe HHHHH - T. Film HHHHH - Chicago Sun-Times HHHH 1/2 - TheNewYork Times HHHH 1/2 -Wrap HHHH 1/2 - R. Stone HHHH 1/2 - L.A. Times HHHH 1/2 - ReelViews HHHH 1/2 - R.Ebert HHHH 1/2 - IGN HHHH - IndieWire HHHH - TimeOut HHHH - CineVue

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=