Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Leigan

13 Myndir mánaðarins 5. apríl 99 mín Aðalhl.: Elma Lísa Gunnarsdóttir, Enid Mbabazi og Raffaella Brizu- ela Sigurðardóttir Leikstj.: Ásthildur Kjartansdóttir Útg.: Sena VOD Drama Tryggð er fyrsta mynd Ásthildar Kjartansdóttur í fullri lengd og skrifar hún einnighandritið semer byggt á skáldsöguAuðar Jonsdottur, Tryggðarpanti , en hún var m.a. tilnefnd til islensku bokmenntaverðlaunanna árið 2006. Myndin segir frá blaðakonunni Gísellu Dal sem býr ein í stóru húsi ömmu sinnar í Vesturbæ Reykjavíkur og ákveður að leigja út herbergi í því til að ná endum saman fjárhagslega. Úr verður að þær Marisol frá Kólumbíu og Abeba frá Úganda flytja inn, en þeirri síðarnefndu fylgir sjö ára dóttir, Luna. Til að byrja með gengur sambúð kvennanna alveg ágætlega en með tímanum fara alls kyns uppákomur að spilla fyrir, bæði menningartengdir árekstrar svo og deilur vegna þess að Gísella er stöðugt að setja leigjendum sínum nýjar og bindandi reglur. Að lokum kemur svo að því að mælirinn fyllist með óvæntum og alvarlegum afleiðingum ... Þegar arfurinn klárast Í fyrstu gengur sambúð kvennanna ágætlega en það á eftir að breytast. l Þ ótt Tryggð sé fyrsta bíómynd Ásthildar Kjartansdóttur hefur hún langa reynslu af kvikmyndagerð og hefur gert fjölda heimildarmynda, leikið sjónvarpsefni og stuttmyndir. Á meðal heimildarmynda hennar má nefna myndina Nói, Pamogmennirnir þeirra þar sem viðfangsefnið var einnig mál tengd innflytjendum. l Framleiðendur myndarinnar eru Ásthildur sjálf og Eva Sigurðardóttir. Ásgrímur Guðbjartsson sá um kvik- myndatöku, Ragna Fossberg um förð- un, Helga Jóakimsdóttir um búninga, Stígur Steinþórsson um leikmynda- hönnun og það var Andri Steinn Guðjónsson sem klippti myndina. Punktar .................................................................. Tryggð – I Kill Giants 5. apríl 106 mín Aðalhl.: Madison Wolfe, Imogen Poots, Sydney Wade og Zoe Saldana Leikstj.: Anders Walter Útg.: Myndform VOD Fantasía/ráðgáta I Kill Giants er byggð á samnefndum teiknimyndasögum eftir rithöfundinn Joe Hill og teiknarann J.M. Ken Niimura, en Joe hefur allar götur síðan 1996 skrifað bæði einn og í samvinnu við aðra margar af sögum þekktustu ofurhetjanna sem birst hafa bæði í Marvel- og DC Comics-teiknimyndablöðunum. Hér segir frá ungri stúlku, Barböru Thorson, sem lifir í sínum eigin heimi og er ekki bara sannfærð um að innrás óvinveittra risa vofi yfir jörðinni heldur og sannfærð umað aðeins hún geti bjargaðmálunumþegar að því kemur. Fullorðna fólkið hefur auðvitað miklar áhyggjur af geðheilsu Barböru, en hvað gerist þegar í ljós kemur að hún hafði í raun rétt fyrir sér eftir allt saman? Maður sér ekki allt sem gerist Á hverjum degi leitar Barbara (Madison Wolfe) vísbendinga um innrás risanna sem enginn nema hún trúir að sé yfirvofandi. l Leikstjóri I Kill Giants er danski Ósk- arsverðlaunahafinn Anders Walter, en Óskarsverðlaunin hlaut hann árið 2014 fyrir stuttmyndina Helium sem einnig var valin besta stuttmynd ársins á mörgum öðrum kvikmynda- hátíðum. Aðrar stuttmyndir hans, Den talende kuffert , 9 meter og Katusha , hafa einnig verið hlaðnar verðlaunum á kvikmyndahátíðum um allan heim, en I Kill Giants er fyrsta mynd hans í fullri lengd. Var hún m.a. tilnefnd til áhorfendaverðlaunannaákvikmynda- hátíðinni í Toronto síðastliðið haust. Punktar .................................................................. HHHH 1/2 - N.Y. Times HHHH - L.A. Times HHHH - N.Y. Magazine HHHH - Village Voice HHH 1/2 - C. Sun-Times HHH 1/2 - ReelViews

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=