Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Leigan

12 Myndir mánaðarins 4. apríl 75 mín Íslensk talsetning: Sjá leikara í punktum Leikstjórn: Árni Ólason Útgefandi: Myndform VOD Teiknimynd Lotta og leyndardómur mánasteinanna er skemmtileg, fjörug, fróðleg og hæfilega spennandi eistnesk teiknimynd fyrir yngsta aldurshópinn, en hún var tilnefnd sem besta teiknimynd ársins á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Sögurnar um stelpuskottið Lottu og vini hennar eru eftir Heiki Ernits og Janno Põldma og komu upphaf- lega út sem stuttir þættir. Lotta og leyndardómur mána- steinanna er hins vegar önnur langa myndin um þessar áhugaverðu persónur og segir frá því þegar Lotta og frændi hennar Kláus uppgötva fyrir tilviljun að þrír þrí- hyrningslaga steinar geyma lykilinn að leyndardómi sem Lotta hefur oft spurt sig að: Býr einhver á tunglinu? Hver býr á tunglinu? l Myndin er að sjálfsögðu talsett á íslensku svo þau yngstu fái notið hennar sem best og þau sem ljá persónunum raddir sínar eru Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Orri Huginn Ágústsson, Sigurbjartur Atlason, Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, KarlPálsson,EyþórIngiGunnlaugsson, Ari Freyr Ísfeld Óskarsson, Valdís Eiríksdóttir, Íris Hólm Jónsdóttir, Gunnar Ólason, Þórunn Jenný Qingsu Guðmundsdóttir, Jafet Máni Magnús- arson, Bjarki Kristjánsson og Agla Bríet Einarsdóttir. Þýðandi handrits var Íris Tanja Flygenring . Punktar .................................................................. Lotta og leyndardómur mánasteinanna – Blindspotting 5. apríl 95 mín Aðalhl.: Daveed Diggs, Rafael Casal, Janina Gavankar og Ethan Embry Leikstj.: Carlos López Estrada Útg.: Myndform VOD Glæpadrama Eftir að hafa verið veitt reynslulausn úr fangelsi, staðráðinn í að standa sig, lendir fjölskyldumaðurinn Colin í vanda þegar æskuvinur hans, Miles, ógnar viðkvæmri stöðu hans ítrekað með óábyrgri hegðun þegar þeir eru saman. Hvort er mikilvægara, frelsi hans sjálfs eða vinskapurinn viðMiles? Þrátt fyrir alvarlegan undirtóninn inniheldur Blindspotting nokkur mjög fyndin atriði og er um leið hárbeitt ádeila á samfélag þar sem fólk þarf oft að glíma við öfuga sönnunarbyrði. Þetta er mynd sem óhætt er að mæla heilshugar með. Sekur uns sakleysi er sannað Aðalleikarar Blindspotting , Rafael Casal og Daveed Diggs, skrifuðu einnig handritið. l Fyrir utan að fá frábæra dóma hefur Blindspotting hlotið ótal verðlaun og telja margir hana eina af tíu bestu bandarísku myndum ársins 2018. l Myndin bæði gerist og er tekin upp í borginni Oakland sem stendur við San Francisco-flóa og inniheldur m.a. kraftmikla rapptónlist listamanna frá því svæði semmörgum þykir frábær. l Þótt sagan í myndinni sé skáldskapur sækir hún innblásturinn í raunverulega atburði, en handrit hennar er eftir aðalleikarana Daveed Diggs og Rafael Casal semeru fæddir og uppaldir í Oak- land og æskuvinir í raunveruleikanum. Punktar .................................................................. HHHHH - Variety HHHHH - C. Sun-Times HHHHH - RogerEbert.com HHHHH - Wash. Post HHHHH - Village Voice HHHH 1/2 - Time HHHH 1/2 - Slate HHHH - CineVue HHHH - The New York Times HHHH - Film Threat HHHH - Empire HHHH - The Observer DVD

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=