Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Leigan

10 Myndir mánaðarins Bumblebee Allar sögur eiga sér upphaf Aðalhlutverk: Hailee Steinfeld, John Cena, Justin Theroux, Jorge Lendeborg Jr., Angela Bassett, Jason Drucker, Pamela Adlon, Rory Markham, Rachel Crow og Abby Quinn Leikstjórn: Travis Knight Útgefandi: Síminn og Vodafone 114 mín 3. apríl l Bumblebee þykir hin fínasta dægrastytting enda hefur myndin eins og sést hlotið góða dóma gagnrýnenda. Segja margir þeirra hana tvímælalaust vera besta Transformer -ævintýrið til þessa. Bumblebee er sjötta og nýjasta Transformers -myndin en um leið forsaga þeirra því hún gerist árið 1987, tuttugu árum áður en atburðirnir í fyrstu Transformers -mynd Michaels Bay, sem var fumsýnd árið 2007, áttu sér stað. Í þetta sinn snýst sagan um uppruna uppáhaldsvélmennis margra, hins gula Bumblebees. Hailee Steinfeld, sem var aðeins 14 ára þegar hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frábæran leik sinn í myndinni True Grit og síðan til Golden Globe-verðlaunanna 2016 fyrir aðalhlutverkið í The Edge of Seventeen , leikur hér hina átján ára gömlu Charlie Watson sem er nýbúin að fá bílprófið og dreymir um að eignast bíl. Peningar fyrir honum eru hins vegar af skornum skammti og því hrósar hún happi þegar henni tekst að eignast gamla Volkswagen-bjöllu sem hún finnur í bílakirkjugarði og er eins og fyrir einhverja töfra enn gangfær. Staðráðin í að gera bílinn upp eftir bestu getu fer Charlie með bjölluna heim í bílskúr foreldra sinna þar sem hún á eftir að uppgötva sér til mikillar undrunar að þessi bíll er langt frá því að vera eins og aðrir bílar. Í raun er þetta vélmennið Bumblebee sem er í felum og á flótta, bæði undan jarðneskum sérsveitarmönnum svo og vélmennum utan úr geimnum semætla sér að eyða því ... Hin átján ára Charlie er ánægð með„nýja“ bílinn, gulan Volkswagen, og hefur til að byrja með ekki hugmynd um hvað býr í raun í honum. Bumblebee Ævintýri / Hasar Punktar .................................................... Charlie og Bumblebee verða fljótt góðir vinir og um leið sam- herjar í baráttunni sem framundan er fyrir tilvist Bumblebees. Kubo and the Two Strings. Veistu svarið? Bumblebee er önnur myndin sem Travis Knight leikstýrir en sú fyrri var teiknimynd sem hlaut BAFTA-verðlauninogvar tilnefnd til bæðiÓskars- og Golden Globe-verðlaunanna sembesta teiknimynd ársins 2016. Hvaða teiknimynd er um að ræða? Hættulegustu óvinir Bumblebees eru ekki árennilegir. VOD HHHH - Entertainm.W. HHHH - IndieWire HHHH - TheWrap HHHH - Observer HHHH - TheVerge HHHH - N.Y. Times HHHH - Empire HHHH 1/2 - Telegraph HHH 1/2 - ReelViews HHH 1/2 - N.Y. Post HHH 1/2 - Variety HHH 1/2 - L.A. Times

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=