Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Bíó
8 Myndir mánaðarins Bíófréttir – Væntanlegt Sungið saman Það bíða margir spenntir eftir að sjá myndina Rocketman eftir leikstjórann Dexter Fletcher sem væntanleg er í kvikmyndahúsin í lok maí, en hún fjallar eins og flestir ættu að vera farnir að vita um ævi tónlistarmannsins Eltons John. Það er Taron Egerton sem leikur kappann og leikur lítill vafi á því að hann sé frábær í hlutverkinu. Það sem margir hlakka líka til að upplifa er að Taron syngur sjálfur öll lögin í myndinni, þ. á m. mörg þekktustu lög Eltons í gegnum árin, og segir sagan að af öllumþeimfjölda listamanna semsungiðhafa þessi löghafi enginn gert það jafn vel og hann. Á þessu fengu margir staðfestingu í árlegu fjáröflunarhófi Eltons John fyrir alnæmisrannsóknir sem haldið var á eftir Óskarsverðlaunahátíðinni þar sem Taron kom fram ásamt Elton og tók nokkur laga hans fyrir viðstadda. Voru myndirnar sem hér fylgja teknar við það tilefni. Þess má geta fyrir þá sem bíða spenntir eftir myndinni að á YouTube er að finna nokkur myndbönd frá upptökum og fleiru tengdu henni þar sem Taron tekur m.a. lagið í stúdíói og sýnir ljóslega hvað hann getur. Leikur Oscar Snake? Heiti myndarinnar Metal Gear Solid hringir væntanlega ekki bjöllu hjá öllum sem þetta lesa nema þeim sem spila tölvuleiki enda er þetta heiti á einhverri vinsælustu tölvuleikjaseríu allra tíma, en hún hóf göngu sína árið 1998 og telur nú tíu leiki. Ein aðalpersónan í þeim er málaliðinn Snake (eða Solid Snake) sem er meira en lítið harður nagli í höndum þeirra sem kunna að stjórna honum og bjargar málunum þegar vondir menn hafa sig í frammi oghóta öllu illueinhvers staðar í heiminum. Ekki er komið á hreint hver það verður sem leika mun kappann en eins og staðan er eru mestar líkur á að Golden Globe-verðlaunahafinn Oscar Isaac, sem Star Wars -aðdáendur þekkja vel semPoe Dameron, taki hlutverkið að sér. Ekkert er á hreinu með frumsýningardag. Godzilla snýr aftur! Ef einhver hélt að japanska skrímslið Godzilla hefði sungið sitt síð- asta þá er það tómur misskilningur því tvær nýjar myndir sembera nafn hennar eru væntanlegar og sú fyrri í lok maí næstkomandi. Hún heitir hvorki meira né minna en Godzilla: King of the Monsters og er í leikstjórn Michaels Dougherty sem síðast sendi frá sér hina afar sérstöku„jólamynd“ Krampus . Michael skrifar einnig handritið í samvinnu við þá sömu og skrifuðu með honum handritið að Krampus , Todd Casey og Zach Shields, en sagan er óbeint framhald myndarinnar Godzilla sem var frumsýnd 2014. Þetta er um leið þriðja myndin í svokallaðri MonsterVerse -seríu þar sem áðurnefnd Godzilla var fyrsta myndin og Kong: Skull Island mynd númer tvö. í fjórðu myndinni, sem frumsýna á eftir ár, mætast síðan Godzilla og King Kong, en hún nefnist einfaldlega Godzilla vs. Kong . Á myndinn hér fyrir ofan má sjá þær Millie Bobby Brown og Veru Farmiga í hlutverkum sínum í myndinni. Ný, frábær stikla úr Aladdin Á dögunum var nýjasta stiklan úr Disney-myndinni Aladdin frum- sýnd á netinu en hún er jafnframt tólfta myndin í svokallaðri„Live- Action“-seríu sem sækir efnið í eldri teiknimyndir kvikmyndaris- ans. Eins og búast mátti við inniheldur stiklan einstakt fjör og leikur lítill vafi á að myndin eigi eftir að njóta mikilla vinsælda þegar hún verður frumsýnd 24. maí. Eins og kunnugt er er það Guy Ritchie sem leikstýrir og í hlutverki andans sem hjálpar Aladdin að vinna ástir prinsessunnar Jasmine er Will Smith og verður gaman að sjá hvernig hann tekur sig út í þessu mikla ævintýri þar sem gríni er blandað við spennu og kryddað með tónlist og dansatriðum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=