Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Bíó

30 Myndir mánaðarins Avengers: Endgame Allar sögur enda Aðalhlutverk: Brie Larson, Scarlett Johansson, Chris Hemsworth, Chris Evans, Josh Brolin, Robert Downey Jr., Elizabeth Olsen, Karen Gillan, Evangeline Lilly, Tom Holland, Paul Rudd, Michelle Pfeiffer o.fl. Leikstjórn: Anthony og Joe Russo Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Laugarásbíó, Smárabíó, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó ? mín Frumsýnd 24. apríl l Eins og við höfum áður greint frá í blaðinu er allt útgefið kynn- ingarefni myndarinnar, þ.e. tvær stiklur, auglýsingin sem sýnd var í hálfleik úrslitaleiksins í bandaríska fótboltanum, Superbowl, og allar ljósmyndir úr fyrstu 15–20 mínútummyndarinnar. l Þegar þetta er skrifað er ekki búið að staðfesta hvað Endgame er löng en orðrómur er umað hún verði rúmir þrír tímar (185mínútur). l Fyrri stiklan úr Endgame sló met þegar hún varð fyrsta YouTube- myndbandið til að fá milljón„læk“ innan fjögurra tíma. Í kjölfarið sló hún svo áhorfsmet þegar 289 milljón manns skoðuðu hana á fyrsta sólarhringnum, en það met átti Infinity War með 230 milljón áhorf. l Hermt er að Endgame sé síðasta myndin í Marvel-Universe-serí- unni áður en henni verður skipt upp í tvo aðskilda heima sem þó eiga eftir að blandast saman í myndum framtíðarinnar. Sagt er að næsta Spider-Man -mynd, Far FromHome , sé upptaktur þessarar nýju seríu. Athugið að þetta er algjörlega óstaðfestur orðrómur. l Vegna ljósmyndar sem birtist úr setti þessarar myndar sem þótti grunsamlega lík settinu í 2012-myndinni Avengers Assemble giska margir spekingar á að Endgame innihaldi ferðalag aftur í tímann. l Vegna leyndarinnar sem hvílt hefur yfir söguþræði myndarinnar eru líkur á að kreditlistinn sem gefinn hefur verið út yfir leikarana sé ekki endanlegur og að nöfn ýmissa séu ekki birt til að leyna því að persónurnar sem þeir hafa leikið komi fram í myndinni. Hins vegar er þegar ljóst að a.m.k. sumar persónanna sem dóu eða „leystust upp“ í Infinity War snúa aftur í Endgame þótt áhöld séu um hvort þær komi fram í sögunni sjálfri eða í„flashbökkum“ ... eða jafnvel í fyrrnefndu tímaferðalagi ... ef það er þá í myndinni. l Þess má að lokum geta til upprifjunar að þær meginpersónur sem dóu (eða virtust a.m.k. deyja) í Infinity War voru Loki, Hemdall, Collector, Gamora, Vision, Black Order, Spider-Man, Black Panther, Doctor Strange, Winter Soldier, Mantis, Groot, Drax, Peter Quill, Scarlet Witch, Falcon, Maria Hill og Nick Fury. Það er ekki ofsagt að aldrei áður hafi jafnmargt kvikmynda- áhugafólk beðið jafnspennt eftir nokkurri mynd og framhald- inu af Infinity War þar sem hinum máttuga Thanos tókst það illa ætlunarverk sitt að þurrka út helming alls lífs á jörðinni með einum fingrasmelli og krafti eilífðarsteinanna. Biðinni lýkur þegar Endgame verður heimsfrumsýnd á Íslandi 24. apríl. Það er fastlega reiknað með að Avengers: Endgame slái aðsóknar- met á sinni fyrstu sýningarhelgi en það met á nú fyrri myndin sem var frumsýnd á sama tíma í fyrra og endaði síðan í fjórða sæti listans yfir aðsóknarmestu myndir allra tíma. Mjög líklegt er að Endgame slái hana út í heildaraðsókn líka og geri jafnvel atlögu að öðru sætinu sem Titanic vermir í dag. Eins og allir sem þekkja til vita hefur söguþræðinum í Endgame verið haldið kirfilega leyndum og hefur það að sjálfsögðu átt sinn þátt í spennunni sem hefur myndast í kringum frumsýning- una. Viljumviðminna alla þá sem verða með þeim fyrstu að sjá myndina að spilla henni alls ekki fyrir öðrum með því að segja frá því sem gerist í henni. Avengers: Endgame Ofurhetjur / Hasar Punktar .................................................... Captain America-myndirnar The Winter Soldier og Civil War. Veistu svarið? Avengers: Endgame er leikstýrt af bræðr- unum Anthony og Joe Russo en þeir gerðu einnig InfinityWar og höfðu þar á undan gert tvær aðrar Marvel-myndir. Hvaða myndir?

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=