Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Bíó
20 Myndir mánaðarins Pet Sematary Stundum er best að gera ekkert Aðalhlutverk: Jason Clarke, John Lithgow, Amy Seimetz, Maria Herrera, Obssa Ahmed, Alyssa Brooke Levine og Lucas Lavoie Leik- stjórn: Kevin Kölsch og Dennis Widmyer Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Keflavík og Akureyri, Smárabíó, Bíóhúsið Selfossi, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhöllin Akranesi, Skjaldborgarbíó og Króksbíó 101 mín Frumsýnd 5. apríl l Þetta er í annað sinn sem Pet Sematary er kvikmynduð en fyrri myndin var frumsýnd í apríl 1989, eða fyrir réttum 30 árum. Bókin sjálf kom upphaflega út 1983 og var fjórtánda bók Stephens King. l Þess má geta að ástæðan fyrir því að orðið „cemetery“ er stafsett ranglega sem „sematary“ í heiti sögunnar er sú að þannig skrifa krakkarnir sjálfir heiti grafreitsins sem verður miðpunktur hennar. Þegar Louis Creed fær stöðu stjórnanda við sjúkrahús í Maine- ríki flytur hann ásamt fjölskyldu sinni í hús sem stendur við út- jaðar bæjarins Ludlow. Framtíðin virðist björt eða allt þar til voveiflegur atburður verður til þess að Louis grípur til úrræðis sem á eftir að gera illt verra - í orðsins fyllstu merkingu! Pet Sematary er gerð eftir einni af mörgum frægum hrollvekjum Stephens King og má því ætla að margir þekki atburðarásina. Hins vegar eru þeir líka örugglega margir sem gera það ekki og af tillits- semi við þá rekjum við söguna ekki frekar hér enda er auðvitað langskemmtilegast að láta það sem gerist í henni koma sér á óvart. Þess má þó geta til gamans að Stephen hefur sjálfur sagt í við- tölum að af öllum þeim hrollvekjum sem hann hefur skrifað sé Pet Sematary sú saga sem valdið hefur honum sjálfum mestum óhug. Við hvetjum að sjálfsögðu alla alvöru hrollvekjuunnendur til að skella sér á Pet Sematary , ekki síst þá sem gaman höfðu af síðustu Stephen King-mynd, It , en framhald hennar, It: Chapter Two , er einmitt væntanlegt í kvikmyndahúsin í septemberbyrjun. Eftir að Creed-fjölskyldan, sem samanstendur af foreldrunum Rachel og Louis, syninum Gage og dótturinni Ellie, kemur sér fyrir á sínu nýja heimili í grennd við bæinn Ludlow, komast þau að því að umhverfi þeirra er langt frá því að vera eins friðsælt og þau héldu að það væri. Pet Sematary Tryllir / Hrollvekja Punktar .................................................... John Carpenter. Veistu svarið? Eins og kemur fram hér í punktunum til hægri var Pet Sematary fjórtánda bók Stephens Kings og kom hún út næst á eftir bókinni Christine . Eftir þeirri sögu gerði frægur leikstjóri einmitt mynd sem sló hressilega í gegn í kvikmyndahúsum árið 1983. Hvaða leikstjóri? John Lithgow leikur Jud Crandall sem vingast við Creed-fjölskylduna. Með honum á myndinni er Jeté Laurence sem leikur Ellie Creed.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=