Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Bíó
16 Myndir mánaðarins Nýjasta mynd spænska kvikmyndagerðarmannsins Pedros Almodóvar, Dolor y gloria , eða Sársauki og sigur , var frumsýnd á Spáni 22. mars og hefur að sjálfsögðu fengið toppdóma eins og flestar myndir hans í gegnum árin. Í aðalhlutverkum eru þau Penélope Cruz og Antonio Banderas semmættu að sjálfsögðu á svæðið ásamt meistaranum. Myndasyrpa Hjónin Emily Blunt og John Krasinski eru nú komin á fulla ferð við gerð myndarinnar AQuiet Place 2 , en eru þögul sem gröfin varðandi leikaraval og söguþráð. Meðfylgjandi mynd var tekin af þeim á verðlaunahátíð bandarískra handritshöfunda þar sem John var til- nefndur fyrir handritið að fyrri myndinni en þurfti svo að lúta í lægra haldi fyrir Bo Burnham og handriti hans að myndinni Eighth Grade . Það gerist áreiðanlega ekki oft að þessar fimm séu staddar á sama stað á sama tíma og því síður að þær stilli sér upp saman. Það gerðist samt á síðustu Grammy-verðlaunahátíð. Þetta eru frá vinstri Jada Pinkett Smith, Michelle Obama, Alicia Keys, Jennifer Lopez og Lady Gaga. Kvikmyndin Tolkien í leikstjórn Domes Karukoski ( Tomof Finland ) er nú svo gott sem tilbúin og verður hún forsýnd í Bretlandi í maí áður en hún fer í almenna dreifingu. Segja þeir sem til þekkja að þarna sé sennilega komin ein þeirra mynda sem keppa munu um a.m.k. bresku BAFTA-verðlaunin í janúar nk. Á myndinni má sjá þau Nicholas Hoult í hlutverki J.R.R. Tolkiens og Lily Collins sem leikur eiginkonu hans, Edith. Tökum á myndinni The Kitchen í New York er nú lokið, en hana stendur til að frumsýna í ágúst eða september. Myndin gerist á áttunda áratug síðustu aldar og segir frá eiginkonum fjögurra mafíósa sem ákveða að halda glæpastarfsemi manna sinna við á meðan þeir sitja í stein- inum. Athygli vekur að myndin er flokkuð sem glæpa- og hasarmynd því þær sem leika eiginkonurnar eru allar mun þekktari fyrir gamanleik. Þetta eru þær Tiffany Haddish, Melissa McCarthy, Annabella Sciorra og Elisabeth Moss, en leikstjóri og handritshöfundur er Andrea Berloff. Þessi tvö, leikkonan Elsie Fisher og leikstjórinn og handritshöfundurinn Bo Burnham, hafa verið á allra vörum í Hollywood það sem af er þessu ári enda hafa þau vart haft við að taka á móti verðlaunum og viðurkenn- ingum fyrir myndina Eighth Grade sem Elsie leikur aðalhlutverkið í og Bo skrifar handritið að og leikstýrir. Ykkur er óhætt að leggja nöfnin á minnið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=