Myndir mánaðarins, apríl 2019 - Bíó
12 Myndir mánaðarins Íslenskt í maí Íslenskamyndin Eden er á dagskrá kvikmyndahúsanna í maí en hún er önnur bíómynd leikstjórans og handritshöfundarins Snævars Sölva Sölvasonar sem sendi frá sér hina stórskemmtilegu Albatross í júní 2015, en hún fjallaði um Reykvíkinginn Tomma sem elti unnustuna vestur á firði og hóf þar störf á golfvellinum í Bolungar- vík. Hér segir Sölvi okkur gjörólíka sögu af parinu Lóu ogÓliver sem leiðst hafa út í fíkniefnasölu en dreymir um að skapa sér allt annað og betra líf þegar þau hafa aflað nægra peninga. Þegar þau lenda upp á kant við skæð undirheimaöfl gjörbreytist allt og í gang fer barátta upp á líf eða dauða. Með hlutverk Lóu og Ólivers fara Telma Huld Jóhannesdóttir og Hansel Eagle en með önnur hlutverk fara bæði þjóðkunnir leikarar og ungir og upprennandi sem ekki hafa leikið í bíómynd áður. Sjá má glænýja stiklu úr myndinni á netinu. Strákurinn frá helvíti Ein af myndum maímánaðar er ný mynd um piltinn frá helvíti, Anung Un Rama, öðru nafni Hellboy. Hún er í leikstjórn Neils Marshall sem tók við taumunum úr hendi Guillermos del Toro en hann gerði eins og kunnugt er Hellboy -myndirnar tvær árin 2004 og 2008 með Ron Perlman í titilhlutverkinu. Átti þessi mynd upphaflega að verða þriðja myndin í þeirri seríu en frá því var fallið árið 2014 og ákveðið að byrja upp á nýtt, í þetta sinn með David Harbour í aðalhlutverki. Um upprunasögu er því að ræða, a.m.k. til að byrja með (Hellboy kom fyrst fram á sjónarsviðið 1994), en annars er myndin sögð sækja efnið í sögurnar, eða öllu heldur söguseríurnar Darkness Calls (2007), The Wild Hunt (2008) og The Storm and the Fury (2010). Við kynnumþessamynd nánar í næsta blaði en bendumáhugasömum á stiklurnar sem valda sannarlega engum vonbrigðum. Getur hann lifað af? Af öllum þeim myndum sem frumsýnd- ar verða í maí þá bíða áreiðanlega mjög margir spenntastir eftir þriðju John Wick -myndinni, Chapter 3 - Parabellum , sem er þráðbeint framhald myndar númer tvö og byrjar þar sem sú mynd endaði. Eins og í henni og fyrstu myndinni má búast við meiriháttar hasar þar sem syngur í vopnunum enda er John nú svo gott sem dauðadæmdur þar sem allir leigumorðingjar heims og fleiri til eru á hælum hans í von um verðlaunin sem fylgja því að kála honum. En John mun að sjálfsögðu ekki gefast upp baráttulaust og þeir munu alveg áreiðanlega skipta tugum sem falla í valinn áður en hann sjálfur fer yfir móðuna miklu, þ.e. ef hann finnur þá ekki leið til að lifa öll ósköpin af. Við þeirri spurningu fáum við svar þann 17. maí. Ljótt er bara hugtak Teiknimyndin UglyDolls er væntanleg í bíó í byrjun maí en hún er byggð á sögum um samnefnd leikföng, brúður sem komu upphaflega á markað árið 2001 og urðu brátt afar vinsælar. Mynd- in er gerð af teiknimyndafyrirtækinu Illumination sem gerði m.a. myndirnar um Gru og litlu gulu skósveinana og nú síðast The Grinch um hann Trölla sem stal jólunum. Hér er um mikið og litríkt ævintýri að ræða þar sem tónlist spilar stórt hlutverk en í enskri talsetningu myndarinnar eru það einmitt tónlistarfólkið Kelly Clarkson og Nick Jonas sem tala fyrir tvær helstu persónurnar. Við kynnum þessa mynd að sjálf- sögðu betur í næsta blaði, en henni er spáð miklum vinsældum. Bíófréttir – Væntanlegt
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=