MM Mars 2019 DVD WEB
22 Myndir mánaðarins The Oath – The Possession of Hannah Grace Í ekki svo fjarlægri framtíð hefur öllum Bandaríkjamönnum verið gert skylt að skrifa undir hollustueið við forsetann, ekki síðar en á „Black Friday“ sem er dagur- inn á eftir þakkargjörðardeginum. En það eru ekki allir sáttir við þennan nýja eið. The Oath er kolsvört gamanmynd sem gerist á þakkargjörðardaginn á heimili hjónanna Chris og Kaj sem hafa boðið nokkrum fjölskyldumeðlimum í mat. Fljótlega kemur í ljós að í loftinu er tals- verð pólitísk spenna því að á meðan sumir matargestanna vilja fúslega skrifa undir hollustueiðinn við forsetann eru aðrir algjörlega á móti því og telja á sér brotið með slíkri skyldu. Til orða- og skoðanaskipta kemur og smám saman hitnar svo í kolunum að allt fer í háaloft með ófyrirsjáanlegum afleiðingum ... Gamanmynd Skipt um skoðanir 93 mín VOD Aðalhlutverk: Ike Barinholtz, Tiffany Haddish, Nora Dunn, Chris Ellis og Jon Barinholtz Leikstjórn Ike Barinholtz Útgefandi: Sena 21. mars Leikkonurnar Tiffany Haddish, Zendaya og Olivia Munn skörtuðu sínu fínasta í árlegu boði Vanity Fair og Lancôme 21. febrúar þar sem ýmsar konur í Hollywood voru heiðraðar fyrir framlag sitt til lista og menningar. Þau Alexander Skarsgård og Keira Knightley gáfu hvort öðru sannkallað sparibros þar sem þau sóttu forsýningu myndarinnar The After- math í London 18. febrúar en í henni leika þau fólk sem dregst inn í forboðið ástarsamband. Þarna glittir í Russell Crowe í gervi Rogers E. Ailes, fyrrverandi stjórnarformanns Fox-sjón- varpsstöðvanna, í nýrri þáttaröð sem verið er að gera um hann, en Roger, sem lést 2017, var einnig mikill stuðningsmaður Donalds Trump. The Oath er jafnframt fyrsta myndin sem leikarinn Ike Barinholtz skrifar og leikstýrir. Megan Reed er fyrrverandi lögreglukona sem eftir að hafa misstigið sig í lífinu og verið rekin úr löggunni fær vinnu í líkhúsi. Á sinni fyrstu næturvakt tekur hún á móti líki ungrar stúlku sem er vægast sagt afmyndað. Lögreglukonan kemur upp í Megan sem langar að vita hvað kom fyrir stúlkuna ... og á eftir að komast að því! Þeir sem kunna að meta alvörutrylla og veru- lega hrollvekjandi atburðarás ættu að kíkja á þessa nýjustu mynd hollenska leikstjórans Diederiks Van Rooijen sem þykir með betri myndum síðasta árs í sínum flokki. Í ljós kemur að líkið er af Hönnuh Grace sem lést þegar verið var að særa úr henni illan anda. Enginn gerir sér þó grein fyrir að þótt líkami hennar hafi gefist upp og dáið er and- inn illi enn í líki hennar og þarf nú að finna sér aðra bólfestu. Framundan er því nótt þar sem Megan Reed þarf að sýna hvað í sér býr ... Hrollvekja Dauðinn er bara byrjunin 86 mín VOD Aðalhlutverk: Shay Mitchell, Kirby Johnson, Stana Katic, Grey Damon og Nick Thune Leikstjórn Diederik Van Rooijen Útgefandi: Sena 21. mars Lögreglukonan fyrrverandi er leikin af Shay Mitchell sem þykir frábær í hlutverkinu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=