MM Mars 2019 DVD WEB

17 Myndir mánaðarins Leatherface – Alvinnn!!! og íkornarnir Stórskemmtileg teiknimyndasyrpa um ævintýri sex eldfjörugra íkornabarna sem eru stöðugt að lenda í alls konar ævintýrum og óvæntum uppákomum, uppeldisföður þeirra, Davíð, oftar en ekki til mikillar mæðu. Þessir þættir komu fyrst út í mars 2015 og slógu þegar í gegn á bandarísku og frönsku Nickelodeon-sjónvarpsstöðvunum. Í framhaldinu hafa þeir verið sýndir víða og alls staðar verið vel tekið. Hér segir frá hinum ókvænta Davíð sem tekið hefur að sér að ala upp sex íkornakrakka, þrjá stráka og þrjár stelpur. Það gengur því að sjálfsögðu mikið á á heimilinu því íkornakrakkarnir eru hugmyndaríkir með eindæmum og óhræddir við að feta nýjar slóðir í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur. En stundum þrýtur Davíð þolinmæðina og þegar það gerist kallar hann yfir sig: „ALVINNN!!!“ Barnaefni Alvinnn!!! og íkornarnir 8. mars Teiknimynd með íslensku tali um sex íkornakrakka og ævintýri þeirra Útgefandi: Myndform 88 mín VOD 8. mars 88 mín Aðalhl.: Stephen Dorff, Lili Taylor, Sam Strike og Vanessa Grasse Leikstj.: A. Bustillo og J. Maury Útg.: Myndform VOD Tryllir Árið er 1955 og þau Betty Hartman og Ted Hardesty eru í bíltúr uppi í sveit þegar þau aka næstum því á ungan dreng á miðjum veginum. Þau ákveða að huga að drengnum og vita auðvitað ekki að þar er kominn Jedidiah Sawyer sem á síðar eftir að verða þekktur semmorðinginn Leatherface. Flestir kvikmyndaunnendur kannast við Leatherface, einn hrottalegasta morð- ingja kvikmyndasögunnar sem leikstjórinn og Tobe Hooper og handritshöf- undurinn KimHenkel sköpuðu í myndinni The Texas ChainsawMassacre árið 1974 og var þar leikinn af Gunnari Hansen. Myndin varð mjög vinsæl og gat af sér sex framhalds- og hliðarmyndir auk þeirrar sem hér kemur út en hún hefur þá sérstöðu að segja upprunasöguna, þ.e. hvernig það kom til að hinn ungi Jedidiah Sawyer (síðar Jackson) varð að ómenninu afmyndaða, Leatherface, eftir að hann slapp út af geðsjúkrahúsi ásamt þremur öðrum álíka trufluðum persónum ... Allt byrjar á einhverju Stephen Dorff leikur lögreglumanninn Hal Hartman sem er staðráðinn í að handsama Jedidiah og koma honum á geðsjúkrahúsið áður en eitthvað verulega slæmt gerist. l Einn af framleiðendum myndarinnar er Tobe Hooper sem leikstýrði The Texas Chainsaw Massacre , en hann lést í ágúst 2017 þegar gerð myndarinnar stóð yfir. l Myndin gerist á rúmum20 árum, hefst á atriðinu sem lýst er hér í innganginumog lýkur skömmu áður en atburðirnir í The Texas ChainsawMassacre eiga sér stað. l Þeir sem þekkja myndirnar um Leather- face munu hér sjá ýmislegt sem tengist þeim, t.d. húsið sem morðinginn bjó í í The Texas Chainsaw Massacre en það var endurbyggt fyrir gerð þessarar myndar. Punktar .................................................................. HHH 1/2 - L.A. Times HHH 1/2 - Hollywood Reporter HHH - Screen

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=