Myndir mánaðarins, febrúar 2019 - Leigan

36 Myndir mánaðarins Tölvuleikir Tegund: Skot- og hlutverkaleikur Kemur út á: PS4 og Xbox One PEGI aldurstakmark: 16+ Útgáfudagur: 22. febrúar Framleiðandi: EA Útgefandi: Sena Anthem er magnaður skot- og hlut- verkaleikur í anda Destiny -leikjanna. Leikurinn gerist í veröld sem skilin var eftir ókláruð af guðunum. Ill öfl ógna tilvist mannkyns og gerast leikmenn „Freelancers “ til að bjarga málunum. Allt að fjórir geta spilað saman í gegnum netið, en leikurinn er byggður upp af fjölbreyttum verkefnum og með hverju þeirra vex kraftur leikmanna auk þess sem búningar þeirra (Exo Suit) verða fullkomnari. Anthem er gerður af Bioware sem hefur skapað fjölmarga stórbrotna og öfluga heima í gegnum árin. Anthem Nýjasta tækni l Að spila sem lið: Í Anthem ná leikmenn árangri með því að spila saman sem lið og taka mikilvægar ákvarðanir með öðrum. l Fullkomnir búningar: Exo Suit-búningar leik- manna eru einnig lyklar að árangri, en í gegnum allan leikinn geta leikmenn uppfært þá og aukið hraða þeirra, stökkkraft, varnir og fleira. l Stórbrotinn heimur: Leikurinn er keyrður áfram af Frostbyte-grafíkvélinni og með henni hefur Bioware náð að skapa hér heillandi heim sem breytist stöðugt og inniheldur fjölmargar verulega áhugaverðar persónur.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=