Myndir mánaðarins, febrúar 2019 - Bíó

27 Myndir mánaðarins Serenity Hvað býr að baki? Aðalhlutverk: Matthew McConaughey, Anne Hathaway, Diane Lane, Djimon Hounsou, Jason Clarke, Jeremy Strong og Garion Dowds Leikstjórn: Steven Knight Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík 106 mín Frumsýnd 22. febrúar l Leikstjóri Serenity og handritshöfundur er hinn margverðlaunaði Breti Steven Knight og er þetta þriðja myndin sem hann leikstýrir á eftir Redemption og Locke . Sem handritshöfundur á hann svo m.a. einnig að baki gæðamyndirnar Dirty Pretty Things , Closed Circuit , The Hundred-Foot Journey , Pawn Sacrifice , Burnt og Allied . l Myndin var tekin upp á og við eyna Máritíus á Indlandshafi. Baker Dill býr á Plymouth-eyju þar sem hann leigir bát sinn út til sjóstangaveiðimanna sem langar að glíma við hákarla. Dag einn birtist fyrrverandi eiginkona hans Karen óvænt á eyj- unni og biður hann að gera sér harla óvenjulegan greiða. Serenity hefur hvergi verið sýnd þegar þetta er skrifað en henni er lýst sem „neo-noir“ sakamálagátu og spennumynd þar sem ekkert er eins og það sýnist í fyrstu og atburðarásin fær óvæntan endi. Myndin skartar toppleikurum í aðalhlutverkum og þegar við bætist að höfundurinn er hinn hæfileikaríki Steven Knight hlýtur að vera óhætt að reikna með að hér sé á ferðinni gæðamynd sem á eftir að höfða til margra kvikmyndaunnenda. Fyrir utan það sem kemur fram hér í inngangstextanum hefur lítið semekkert veriðgefiðuppumsöguþráðinn annað en að „greiðinn“ sem Karen biður Baker um að gera sér snýst um að myrða núver- andi eiginmann hennar og láta síðan lík hans hverfa. Þennanmann þekkir Baker hins vegar ekki neitt og spurningin er hvort hér búi ekki eitthvað allt annað að baki en Karen vill vera láta ... MatthewMcConaughey leikur Baker Dill sem lendir á milli steins og sleggju þegar fyrrverandi eiginkona hans fer fram á að hann myrði ofbeldisfullan eiginmann hennar til að bjarga henni og syni þeirra. Glæpasaga / Flétta Punktar .................................................... Interstellar. Veistu svarið? Þetta er í annað sinn sem Matthew McCon- aughey og Anne Hathaway leika saman í mynd en það gerðu þau einnig í vísindaskáldsögu sem naut mikilla vinsælda í kvikmyndahúsum haustið 2014. Hvaða vísindaskáldsaga var það? Anne Hathaway leikur Karen, fyrrverandi eiginkonu Bakers, sem fer fram á hinn óvenjulega„greiða“ fyrir sína hönd og sonar þeirra. Serenity Matthew McConaughey, Jason Clarke og Djimon Hounsou í hlutverkum sínum í glæpa- og fléttumyndinni Serenity .

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=