Myndir mánaðarins, febrúar 2019 - Bíó

20 Myndir mánaðarins The Lego Movie 2 The Second Part Hemmi bjargar heiminum Íslensk talsetning: Sigurður Þór Óskarsson, Salka Sól Eyfeld, Bryndís Ásmundsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Aldís Amah Hamilton, Steinn Ármann Magnússon, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Oddur Júlíusson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Björgvin Franz Gíslason, Júlía Guðrún Lovísa Henje, Lára Björk Hall, Kolfinna Orradóttir, Þórunn Erna Clausen og m.fl. Leikstjórn: Rósa Guðný Þórsdóttir Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Bíóhúsið Selfossi, Eyjabíó, Ísafjarðarbíó, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó Frumsýnd 8. febrúar Það eru liðin fimm ár síðan viðkunnanlegi verkakubburinn Hemmi bjargaði heimaborg sinni frá tortímingu með aðstoð vina sinna sem sumir hverjir voru gæddir ofurkröftum. Nú þarf Hemmi að taka á honum stóra sínum á ný þegar bestu vinkonu hans, Lísu, er rænt af stórskrítnum geimverum ... sem þýðir auðvitað að Hemmi verður að fljúga út í geim og bjarga henni. The Lego Movie , sem var frumsýnd í febrúar árið 2014 er á meðal skemmtilegri mynda sem gerðar hafa verið enda naut hún mikilla vinsælda um allan heim hjá fólki á öllum aldri. Það er því full ástæða til að láta sig hlakka til 8. febrúar þegar þessi framhaldsmynd kemur í bíó, en í henni ferðast hinn ávallt bjartsýni Hemmi út í óravíddir alheimsins þar sem margvíslegar áskoranir bíða bæði hans og nýrra og gamalla vina sem láta að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja ... The Lego Movie 2: The Second Part Kubbamynd 106 mín Hinn snjalli og úrræðagóði Rex hættuspil (Rex Dangervest í ensku útgáfunni) kemur mikið við sögu en honum svipar grunsamlega mikið til Peters Quill úr Guardians of the Galaxy -myndunum. Fyrir utan þau Hemma og Lísu mæta fjölmargar af persónum fyrri myndarinnar aftur til leiks í The LegoMovie 2 og margar nýjar, þar á meðal persónur utan úr geimnum sem eru hver annarri skrítnari. Þrátt fyrir að hafa mjög ólíka sýn á nánast allt eru þau Hemmi og Lísa bestu vinir. Á þau tryggðarbönd reynir þegar Lísu er rænt af geim- verum og Hemmi verður að ferðast út í geim til að bjarga henni. l Myndin er að sjálfsögðu talsett á íslensku eins og sjá má á kredit- listanum hér til vinstri en í ensku útgáfunni eru það m.a. þau Chris Pratt, Elizabeth Banks, Will Arnett, Tiffany Haddish, Alison Brie, Will Ferrell, Channing Tatum, Jonah Hill, Maya Rudolph, Nick Offerman, Stephanie Beatriz, JasonMomoa, Gal Gadot, Margot Robbie, Brook- lynn Prince og Bruce Willis sem ljá persónunum raddir sínar. Punktar .................................................... al

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=