Myndir mánaðarins, febrúar 2019 - Bíó
12 Myndir mánaðarins Bíófréttir – Væntanlegt Tryllir ársins? JamesGunnhefur ekki setiðauðumhöndum frá því að tilkynnt var að hann myndi ekki gera fleiri Guardians of the Galaxy -myndir og snýr bráðlega aftur sem söguhöfundur og framleiðandi myndarinnar Brightburn , semmargir spá að eigi eftir að gera það gott, en hún verður frumsýnd í maí. Hér er um trylli að ræða sem í mjög stuttu máli fjallar um bændahjón sem taka að sér ungan dreng sem virðist hafa komið til jarðar með einhvers konar geimskipi. Í fyrstu virðist strákurinn vera í lagi en annað á heldur betur eftir að koma á daginn. Handritshöfundar eru bræður James, þeir Mark og Brian Gunn, og leikstjóri er David Yarovesky sem gerði m.a. myndina The Hive . Stiklan er nýkomin á netið og er hreint út sagt mögnuð. Menn bíða spenntir Já, það er óhætt að segja að menn bíði spenntir eftir næstu mynd Quentins Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood , sem væntan- leg er í byrjun ágúst, enda spá margir því að þar sé á ferðinni mynd ársins 2019. Lítið hefur enn spurst út um söguþráðinn annað en að sagan sé um tvo menn, leikara og staðgengil hans, sem eru að reyna að meika það í Hollywood. Þeir eru leiknir af Brad Pitt og Leonardo DiCaprio en vitað er að myndin snýst að einhverju leyti ummorðið á SharonTate semvar myrt 9. ágúst 1969. Hér fyrir ofan má sjá þá Brad og Leonardo í hlutverkum sínum og fyrir neðan er Margot Robbie í hlutverki Sharon Tate. Neðsta myndin er svo af meistaranum sjálfum og kvikmyndatökumanni myndarinnar, þrefalda Óskarsverðlaunahafanum Robert Richardson. JohnWick, hvað ertu búinn að gera? Eins og allir sem fylgjast með væntanleg- um myndum vita er von á þriðju John Wick -myndinni í bíó 17. maí og er spennan mikil hjá þeim sem kunnu að meta fyrri myndirnar tvær. Sú spenna minnkaði ekki þann 17. janúar þegar fyrsta stiklan úr myndinni var frumsýnd um leið og hún fékk endanlegt heiti, John Wick: Chapter 3 - Parabellum . Ljóst er að sagan byrjar þar sem síðasta mynd endaði og John er á fullu að undirbúa sig fyrir það sem koma skal þegar allir leigumorðingjar heimsins munu gera það að forgangsverkefni að drepa hann. Um leið kemur í ljós að hann verður ekki einn í baráttunni í þetta sinn því gömul vinkona hans, Sofia sem Halle Berry leikur, ákveður að taka slaginn með sínummanni. Þetta verður hasar eins og hasar á að vera!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=