Myndir mánaðarins, janúar 2019 - Leigan

24 Myndir mánaðarins 25. janúar 108 mín Aðalhl.: Michael Caine, Michael Gambon, Jim Broadbent og RayWinstone Leikstj.: James Marsh Útg.: Myndform VOD Glæpasaga Nokkrir afbrotamenn sem komnir eru af léttasta skeiði ákveða ásamt ungum félaga sínum að brjótast inn í rammgerða niðurgrafna öryggis- geymslu í Hatton Garden í London. Ránið heppnast fullkomlega en deilur á milli þjófanna um skiptingu fengsins eiga eftir að verða þeim að falli. Það er óhætt að segja að hér komi saman nokkrir af bestu leikurumBreta á undan- förnum áratugum, þeir Michael Caine, Jim Broadbent, Michael Gambon, Tom Courtenay, Paul Whitehouse og Ray Winstone í hlutverkum afbrotamannanna sex sem í samvinnu við sjöunda manninn sem er mun yngri en þeir (Charlie Cox) og undir forystu Brians Reader (Caine) ákveða að fremja eitt bíræfnasta rán sem framið hefur verið í Bretlandi, svokallað Hatton Garden-rán. Ránið heppnast fullkomlega eins og til stóð og komast ræningjarnir undan með bæði mikla peninga og skartgripi semmetnir eru á milljónir punda. Við þá er hins vegar erfitt að losna og í framhaldinu koma upp deilur á meðal ræningjanna sem fylla þá af grunsemdum um hvort einhver þeirra ætli sér að svíkja lit, og þá hver ... Hvers virði er heiður á meðal þjófa? Fimm af ræningjunum eru leikir af Paul Whitehouse, Ray Winstone, Michael Caine, Jim Broadbent og Tom Courtenay. l Myndin sækir efniviðinn í raun- verulegt innbrot í öryggisgeymslu í Hatton Garden í London þar sem þjófarnir komust undan með verð- mæti upp á milljónir punda. Þetta var um páskana 2015 og má lesa nánar um þetta merkilega rán á netinu. l Leikstjóri myndarinnar er Óskars- verðlaunahafinn James Marsh sem gerði m.a. verðlaunamyndina The Theory of Everything og heimildar- myndina frábæru, Man on Wire . Punktar ....................... King of Thieves – Ævintýraeyja Ibba 25. janúar 87 mín Teiknimynd með íslensku og ensku tali um risaeðlustrák- inn Ibba og dýrin á ævintýraeyjunni Útgef.: Myndform VOD Teiknimynd Teiknimyndin Ævintýraeyja Ibba er byggð á barnabók þýska barnabóka- höfundarins Max Kruse, Urmel aus dem Eis , sem kom upphaflega út árið 1969 og hefur æ síðan verið á meðal vinsælustu barnabóka Þjóðverja. Myndin gerist á lítilli suðrænni eyju langt frá mannabyggðum þar sem margs konar dýr búa saman í sátt og samlyndi við leik og störf auk þess sem þau eru stöðugt að læra eitthvað nýtt í sérstökum dýraskóla hjá prófessor Habakuk. Dag einn gerast þau undur að á land rekur lítið brot af ísjaka frá Norðurpólnum sem inniheldur frosið risaeðluegg. Eftir að hafa þiðnað kemur svo út úr því risa- eðluungi sem fær samstundis nafnið Ibbi og verður fljótlega hrókur alls fagn- aðar á eyjunni. En þegar það fréttist upp á meginlandið að á eyjunni sé risaeðla vandast málið því þar erumenn sem vilja fanga hana. Nú verða öll dýrin á eyjunni að sameinast um áætlun til að koma í veg fyrir að Ibbi verði tekinn frá þeim ... Það er ein risaeðla eftir! Það færist fjör í leikinn þegar risaeðlustrákurinn Ibbi fæðist á ævintýraeyjunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=