Myndir mánaðarins, janúar 2019 - Leigan

23 Myndir mánaðarins The Dinner – The Chamber 25. janúar 104 mín Aðalhlutverk: Johannes Kuhnke, Charlotte Salt og James McArdle Leikstjórn: Ben Parker Útgef.: Myndform VOD Tryllir Þegar þriggja manna teymi sérsveitarmanna fær það verkefni að endur- heimta dularfullan hlut af hafsbotni úti fyrir ströndum Japans fá þau í lið með sér sænska djúpsjávarsérfræðinginn Mats sem ræður yfir og stjórnar litlum köfunarkafbát sem nefnist Aurora. En hér er ekki allt sem sýnist. The Chamber er fyrsta mynd leikstjórans Bens Parker og er blanda af dularfullri ráðgátu og trylli sem ætti að fá marga áhorfendur til að súpa hveljur. Enginn af fjórmenningunum sem halda niður í djúpið veit nákvæmlega hvaða hlut þau eiga að finna og koma með upp á yfirborðið og áður en varir er kafbáturinn Aur- ora kominn í sjálfheldu sem breytir leiðangrinum í æsilega baráttu fyrir lífinu. Þú kemst niður. En kemstu aftur upp? l Tónlistin í myndinni er samin af James Dean Bradfield, gítarleikara og aðal- söngvara velsku hljómsveitarinnar Manic Street Preachers. Punktar .................................................................. Johannes Kuhnke og Charlotte Salt leika stærstu hlutverkin í The Chamber . 18. janúar 120 mín Aðalhl.: Richard Gere, Steve Coogan, Laura Linney og Rebecca Hall Leikstj.: Oren Moverman Útgef.: Myndform VOD Spennudrama Tveir bræður, Paul sem er sagnfræðingur og sögukennari, og Stan sem er stjórnmálamaður, mæla sér mót ásamt eiginkonum sínum Claire og Kate- lyn til að ræða um syni þeirra sem eru sekir um alvarlega árás á heimilis- lausa konumeð þeimafleiðingumað hún dó. Til hvaða ráða geta þau tekið? The Dinner er byggð á frægri samnefndri skáldsögu Hollendingsins Hermans Koch sem kom út árið 2009. Það sem byrjar sem kósý kvöldverður stigmagnast upp í annað og meira eftir því sem líður á kvöldið því á bak við glæp sonanna leynast fleiri leyndarmál sem brjótast nú frammeð alvarlegum afleiðingum ... Hver á að vernda hvern? Steve Coogan, Laura Linney, Richard Gere og Rebecca Ferguson í The Dinner . Punktar .................................................................. HHHH 1/2 - Variety HHHH - Rolling Stone HHHH - Playlist HHH 1/2 - L.A. Times HHH 1/2 - Wrap HHH 1/2 - C. Sun-Times

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=