Myndir mánaðarins, janúar 2019 - Leigan
20 Myndir mánaðarins 17. janúar 104 mín Aðalhl.: Amandla Stenberg, Mandy Moore og Harris Dickin- son Leikstj.: Jennifer Yuh Nelson Útg.: Síminn og Vodafone VOD Vísindaskáldsaga Eftir að dularfullur sjúkdómur sem lagðist eingöngu á börn þurrkaði út 98% fólks undir átján ára aldri ákváðu ríkis- stjórnir heimsins að smala þeim sem lifðu faraldurinn af í einangrunarbúðir. Þar átti svo eftir að koma í ljós að hvert ogeittafeftirlifendumvoruekkibaraónæmfyrir sjúkdómn- um heldur gædd óvenjulegum annars konar hæfileikum. The Darkest Minds er byggð á samnefndri metsölubók eftir rit- höfundinn Alexöndru Bracken sem gaf hana út aðeins 24 ára að aldri árið 2012. Sagan, sem var um unglinga og fyrir unglinga, sló í gegn og hefur getið af sér fimm framhaldsbækur. Aðalsöguhetjan er hin 16 ára Ruby Daly sem var aðeins tíu ára þegar faraldurinn skæði gekk yfir. Hún er nú ein af þeim sem haldið er föngnum í einangrunarstöðinni en þar er unga fólkinu skipt í hópa eftir því hvaða hæfileikum þau búa yfir. Ruby, sem ræður yfir hæfileika til að stjórna hugsunum annarra, á síðan eftir að verða einn af leiðtogum þeirra unglinga sem sætta sig ekki við að vera í varðhaldi og einangrun og ákveða að gera uppreisn ... Ertu með eða ertu á móti? Amandla Stenberg og Harris Dickinson í hlutverkum sínum í The Darkest Minds . l Unga fólkinu sem er haldið í ein- angrun er skipt í hópa eftir hæfi- leikum sínum og hefur hver hópur sinn lit. Þannig ráða Rauðir yfir eldi, Appelsínugulir yfir hugsanastjórn, Gulir yfir rafmagni, Grænir yfir af- burðagáfum og Bláir yfir hæfileikum til að hreyfa og flytja hluti með hugar- orkunni. Ruby Daly er appelsínugul. Punktar ....................... HHH 1/2 - Wrap HHH 1/2 - Village Voice HHH - Variety HHH - IGN The Darkest Minds – Red Dog True Blue 18. janúar 88 mín Aðalhlutv.: Jason Isaacs, Levi Miller, Bryan Brown og Hanna Lawrence Leikstjórn: Kriv Stenders Útgefandi: Myndform VOD Ævintýri Sagan af Mick sem ungur að árum var sendur til dvalar hjá afa sínum sem bjó vestarlega í Ástralíu og lifði á því sem hann gat ræktað. Þar átti Mick eftir að finna lítinn hvolp sem hann nefndi Blue (vegna þess að hann var blár þegar hann fann hann) og tók með sér heim. Á milli þeirra myndaðist órjúfanleg vinátta og Blue átti eftir að sýna úr hverju hann var gerður. Blue er fjölskylduvæn mynd sem inniheldur bæði húmor og spennu og ætti auk þess að falla í kram dýravina, ekki síst hundavina sem vita vel að hver hundur er einstakur rétt eins og hver maður. Myndin er gerð af leikstjóranum Kriv Stenders sem sendi árið 2011 frá sér myndina Red Dog , en hún náði miklum vinsældum og var byggð á sannri sögu um hund sem lagði á sig ómælt erfiði til að hafa uppi á horfnum eiganda sínum. Þessi mynd er byggð á sömu sögu, en á allt annan hátt ... Miklu meira en besti vinur Á milli þeirra Micks (Levi Miller) og Blue (Phoenix) myndast órjúfanleg vinátta.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=