Myndir mánaðarins, janúar 2019 - Leigan
19 Myndir mánaðarins 17. janúar 97 mín Aðalhlutverk: Nick Offerman, Kiersey Clemons og Blythe Danner Leikstjórn: Brett Haley Útgefandi: Sena VOD Gamandrama Frank Fisher er ekkill sem rekur vinylplötuverslun í Brooklyn, en hún er á fallanda fæti og sennilega þarf Frank að loka henni fljótlega. Dóttir hans, Sam, er aukþess að fara aðhefja nám í háskóla fjarri heimahögunumþannig að Frank sér fram á mjög breytta tíma. En þá gerist nokkuð skemmtilegt! Þau feðgin eru bæði liðtæk á hljóðfæri, hann á gítar og hún á hljómborð. Kvöld eitt fær Frank Sam til að djamma með sér og úr verður flott lag sem þau eyða svo nóttinni í að taka upp. Án vitneskju Sam ákveður Frank að hlaða laginu inn á margmiðlunarsíður og viti menn, það slær í gegn og byrjar að heyrast á útvarps- stöðvunum áður en langt er um liðið. Þetta gjörbreytir stöðu Franks sem ákveður að reyna að fá Sam til að fresta náminu og stofna frekar með sér hljómsveit ... Tónlistin breytir öllu Nick Offerman og Kiersey Clemons leika feðginin Frank og Sam í Hearts Beat Louder . l Fyrir utan þau þrjú sem nefnd eru hér í kreditlistanum leika þau Toni Collette og Ted Danson stór hlutverk í myndinni, Ted sem bareigandinn Dave og minnir um leið óneitanlega á gamanþættina Cheers sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma og hann lék einmitt aðalhlutverkið í. l Lögin sem flutt eru í myndinni eru samin af Keegan DeWitt en sungin af leikurunumNick Offerman og Kiersey Clemons „live“, þ.e. um leið og þau atriði myndarinnar voru tekin upp. Punktar .................................................................. HHHH - Time HHHH - Wrap HHH 1/2 - Vanity Fair HHH 1/2 - R. Stone HHH 1/2 - Hollywood Reporter HHH 1/2 - L.A. Times HHH 1/2 - Variety Hearts Beat Loud – Boundaries 17. janúar 97 mín Aðalhlutv.: Vera Farmiga, Christopher Plummer og Lewis MacDougall Leikstjórn: Shana Feste Útgefandi: Sena VOD Gamandrama Þegar hinum aldraða Jack er sagt upp vistinni á elliheimilinu vegna gras- reykinga og einbeitts vilja til að sveigja aðra vistmenn heimilisins inn á braut glæpa neyðist dóttir hans Laura til að finna honumnýjan dvalarstað. Hér er á ferðinni létt og skemmtilegt gamandrama eftir leikstjórann og handrits- höfundinn Shönu Feste sem á m.a. að baki myndirnar The Greatest , Country Strong og Endless Love . Í þetta sinn kynnir hún fyrir okkur Lauru sem lendir í stökustu vandræðum þegar hún situr skyndilega uppi með föður sinn eftir að honum er sparkað af elliheimilinu. Sá gamli, Jack, lætur sér þetta allt í léttu rúmi liggja enda gamall hippi og þegar Laura ákveður ásamt syni sínum að aka honum til systur sinnar sem býr hinummegin á landinu opnast möguleiki á alls konar ævintýrum. Þess má geta að á meðal aukaleikara eru þeir Peter Fonda og Christopher Lloyd. Öllum ferðum fylgir einhver farangur Vera Farmiga leikur Lauru sem verður að koma föður sínum fyrir einhvers staðar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=