Myndir mánaðarins, janúar 2019 - Leigan
16 Myndir mánaðarins 11. janúar 103 mín Aðalhlutverk: Keira Knightley, Fiona Shaw og Dominic West Leikstjórn: WashWestmoreland Útgef.: Myndform VOD Sannsögulegt Sidonie-Gabrielle Colette fæddist árið 1873 og giftist árið 1893 rithöfund- inum og útgefandanum Henry Gauthier-Villars. Hann hvatti hana til að skrifa sögur og úr varð að Colette skrifaði fjórar bækur um unglingsstúlk- una Claudine semurðumjög vinsælar. Vandamálið var að Henry hafði gefið sögurnar út í eigin nafni og við það gat Colette ekki sætt sig til lengdar. Colette er vönduð og frábærlega leikin mynd sem gerist á fyrri hluta ævi frönsku skáldkonunnar Sidonie-Gabrielle Colette. Eftir velgengni Claudine -bókanna upp úr aldamótunum 1900 neitaði hún að skrifa meira undir nafni eiginmanns síns. Það tók hann hins vegar ekki í mál, reyndi hvað hann gat til að fá Colette til að skipta um skoðun og í gang fór atburðarás sem skók franska samfélagið ... Hún breytti sögunni Keira Knightley leikur rithöfundinn Sidonie- Gabrielle Colette í þessari góðu mynd. l Eftir þá atburði sem lýst er ímyndinni hélt Colette áfram að skrifa og skapaði nokkrar bækur sem í dag teljast með perlum franskra bók- mennta, t.d. Chéri sem kom út árið 1920 og fjallaði um ástarsamband konu við sér mun yngri mann. Önnur og ekki síður fræg saga Colette er Gigi sem kom út árið 1944 en eftir henni voru gerð bæði leikrit og bíómyndir, t.d. samnefnd bandarísk kvikmynd árið 1958 eftir Vincente Minnelli, en hún hlaut m.a. níu Ósk- arsverðlaun á sínum tíma. Punktar .................................................................. HHHH - E.W. HHHH - IndieWire HHHH - Empire HHHH - Observer HHHH - Screen HHHH - L.A. Times HHHH - Wrap HHHH - Playlist Colette – Hell Fest 11. janúar 104 mín Aðalhlutverk: Amy Forsyth, Reign Edwards og Bex Taylor- Klaus Leikstjórn: Gregory Plotkin Útgef.: Myndform VOD Hrollur Nokkur ungmenni ákveða að skella sér á svokallaða Hell Fest en það er skemmtigarður með hrollvekjuívafi sem ferðast um Bandaríkin og hefur nú verið settur upp í nágrenni heimabæjar þeirra. Kvöldið byrjar vel eða allt þar til ljóst verður á að meðal gestanna er raunverulegur morðingi. Hell Fest tilheyrir þeim flokki hrollvekja sem kallaðar hafa verið „slasher“-myndir en einkenni þeirra er gjarnan einn eða fleiri grímuklæddir morðingjar sem hafa gaman af að hræða fórnarlömb sín eins mikið og þeir geta áður en þeir drepa þau á hrottalegan hátt. Í Hell Fest er einn slíkur morðingi kynntur til sögunnar og kallast hann einfaldlega The Other. Hvað nær hann mörgum í kvöld? Þú kemst inn. En kemstu aftur út? l Þessi mynd er að sjálfsögðu ekki fyrir alla en fyrir þá sem kunna að meta hrollvekjur og þá sérstaklega„slasher“-myndir þykir hún ágætis skemmtun. Punktar ..................................................................
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=