Myndir mánaðarins, janúar 2019 - Leigan
15 Myndir mánaðarins Carbone – Nils Holgersson 11. janúar 104 mín Aðalhlutverk: Benoît Magimel, Laura Smet og Gérard Depardieu Leikstjórn: Olivier Marchal Útgef.: Myndform VOD Glæpasaga Antoine Roca er í miklum fjárhagsvanda og sér fram á að missa allt sem hann hefur byggt upp finni hann ekki fjármagn. Þegar hann kemur fyrir tilviljun auga á veilu í söluskattskerfi Evrópusambandsins ákveður hann að nýta sér hana. En fyrst þarf hann að safna saman réttu mönnunum. Carbone er nýjasta mynd franska leikstjórans Olivier Marchal sem hefur sent frá sér margar þéttar og hraðar glæpasögur á undanförnum árum. Allar hafa þær þótt mjög góðar og er Carbone engin undantekning frá því. Hér lýsir hann vel þeirri fléttu sem fer í gang þegar Antoine byrjar að segja mönnum frá kerfis- veilunni og þeir græða milljónir á henni. En hvað gerist þegar þetta kemst upp? Af því að það var hægt Benoît Magimel leikur höfuðpaur fléttunnar og Gérard Depardieu leikur tengdaföður hans. l Sagan í myndinni sækir innblásturinn í hið svokallaða Carbon-söluskattssvindl sem talið er hafa kostað ríki Evrópusambandsins um 5 milljarða evra árið 2009. Punktar .................................................................. Nils Holgersson er latur strákur og hrekkjóttur og vondur við dýrin á bænum. Þegar dvergálfur leggur á hann álög svo hann breytist í lítinn álf sjálfur þarf hann að endurmeta viðhorf sín og læra að breyta hegðun sinni. Þessi útgáfa inniheldur sögur af ævintýrum Nils Holgerssonar þar sem hann ferðast heilt sumar á baki gæsa og kynnist mörgum nýjum svæðum og dýrunum sem þar búa. Sum eru góð en sum geta verið hættuleg og það á eftir að reyna verulega á Nils í samskiptum við þau. Hér er um að ræða aðra seríu útgáfunnar sem inniheldur sjö sjálfstæða og fjöruga þætti. Nils Holgersson Komdu með í ævintýraferð 11. janúar 90 mín Teiknimyndir með íslensku tali um Nils Holgersson og fjölbreytt ævintýri hans Útgefandi: Myndform l Sænska skáldkonan Selma Ottilia Lovisa Lagerlöf (1858–1940) gaf bókina um Nils Holgersson ( Nils Holgerssons underbara resa genom Sverige ) út árið 1904, en hún var upphaflega skrifuð að beiðni sænska kennarasambandsins til að nota við landafræðikennslu barna. Bókin varð þó fljótt vinsæl á meðal almennings og var á næstu árum og áratugum þýdd á fjölda tungumála, þar á meðal á íslensku árið 1946 af Marinó L. Stefánssyni og hét þá Nilli Hólmgeirsson og ævintýraför hans um Svíþjóð . Sagan var svo lesin í útvarpinu af Huldu Runólfsdóttur og naut sá lestur ómældra vinsælda landsmanna á sínum tíma. Þess má geta að Selma Lagerlöf varð árið 1909 fyrsta konan og um leið fyrsti Svíinn til að hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Punktar ............................................................................................ VOD Barnaefni
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=