Myndir mánaðarins, janúar 2019 - Leigan

11 Myndir mánaðarins Stórskemmtileg teiknimyndasyrpa um ævintýri sex eldfjörugra íkornabarna sem eru stöðugt að lenda í alls konar ævintýrum og óvæntum uppákomum, uppeldisföður þeirra, Davíð, oftar en ekki til mikillar mæðu. Þessir þættir komu fyrst út í mars 2015 og slógu þegar í gegn á bandarísku og frönsku Nickelodeon-sjónvarpsstöðvunum. Í framhaldinu hafa þeir verið sýndir víða og alls staðar verið vel tekið. Hér segir frá hinum ókvænta Davíð sem tekið hefur að sér að ala upp sex íkornakrakka, þrjá stráka og þrjár stelpur. Það gengur því að sjálfsögðu mikið á á heimilinu því íkornakrakkarnir eru hugmyndaríkir með eindæmum og óhræddir við að feta nýjar slóðir í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur. En stundum þrýtur Davíð þolinmæðina og þegar það gerist kallar hann yfir sig: „ALVINNN!!!“ Barnaefni Alvinnn!!! og íkornarnir 4. janúar Teiknimynd með íslensku tali um sex íkornakrakka og ævintýri þeirra Útgefandi: Myndform 88 mín VOD Anon – Alvinnn!!! og íkornarnir 4. janúar 100 mín Aðalhlutverk: Amanda Seyfried, Clive Owen, Colm Feore og SonyaWalger Leikstj.: Andrew Niccol Útgef.: Myndform VOD Ráðgáta Anon er allt í senn, dularfull ráðgáta, spennumynd og vísindaskáldskapur en hún gerist í framtíðinni þegar öllum upplýsingum um alla hefur verið safnað í gagnabanka sem nefnist The Ether. Um leið og þessi gagnabanki hefur svipt jarðarbúa einkalífinu hefur hann orðið til þess að glæpumhefur svo gott sem verið útrýmt enda getur enginn falið sig lengur - eða hvað? Clive Owen leikur lögreglumanninn Sal Frieland sem vinnur við að handsama þá sem þó gerast brotlegir við lögin. Starf hans er auðvelt því hann er gæddur skynj- urum semgera honum kleift að fá allar upplýsingar samstundis um alla semhann lítur á. Honum bregður því mjög í brún þegar hann hittir konu sem hann hefur engar upplýsingar um – á sama tíma og óþekktur aðili fremur sitt fyrsta morð ... Gögnin segja ekki allt Clive Owen og Amanda Seyfried í hlutverkum sínum í myndinni. l Anon er sjöunda mynd leikstjórans og handritshöfundarins Andrews Niccol en hann vakti strax mikla athygli árið 1997 með sinni fyrstu mynd, Gattaca . Síðan hafa fylgt myndirnar S1m0ne (2002), Lord of War (2005), In Time (2011), The Host (2013) og Good Kill (2014). Þá skrifaði hann einnig handritin að myndunum The Terminal sem Steven Spielberg leikstýrði og The Truman Show sem Peter Weir leikstýrði, en fyrir síðar- nefnda handritið var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna á sínum tíma. Punktar .................................................................. HHH 1/2 - Chicago Sun-Times HHH 1/2 - Entertainment Weekly HHH - Empire HHH - ReelViwes HHH - Time Out HHH - R.Ebert

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=