Myndir mánaðarins, janúar 2019 - Leigan

10 Myndir mánaðarins Hounds of Love – Mía og ég 4. janúar 108 mín Aðalhl.: Ashleigh Cummings, Stephen Curry og Emma Booth Leikstjórn: Ben Young Útgefandi: Myndform VOD Sálfræðitryllir Vicki Maloney er ung kona sem eftir að hafa lent í rifrildi viðmóður sína fer í fússi út og setur stefnuna á samkvæmi með vinum í nágrenninu. Á leiðinni þangað er henni boðið far af vinalegu fólki, John og Evelyn, sem reynast þó úlfar í sauðargæru þegar á reynir og í raun snarbilaðir mannræningjar. Þeim John og Evelyn tekst sem sagt að ræna Vicki og hlekkja hana fasta í húsi þar sem þau byrja að ganga í skrokk á henni og svívirða. Vicki verður fljótlega ljóst að henni verður ekki bjargað og ef henni tekst ekki að sleppa úr prísundinni upp á eigin spýtur mun hún enda með því að þau John og Evelyn myrða hana. Á sama tíma hefur móðir hennar örvæntingarfulla leit að henni en á erfitt með að fá lög- regluna í lið með sér þar sem svo skammur tími er liðinn frá hinu meinta hvarfi ... Finndu réttu leiðina Martröð Vickiar (Ashleigh Cummings) hefst þegar þau John og Evelyn bjóða henni far. l Fyrir utan að fá góða dóma gagn- rýnenda hefur Hounds of Love hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar og var tilnefnd til níu verðlauna á Ástr- ölsku kvikmyndahátíðinni þar sem Emma Booth hlaut verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki kvenna. l Hounds of Love er fyrsta bíómynd leikstjórans og handritshöfundarins Bens Young sem á þó að baki nokkrar stuttmyndir og leikstjórn vinsælla sjónvarpsþátta auk þess sem hann er sjálfur leikari og er því enginn ný- græðingur í faginu. Punktar .................................................................. HHHH - Telegraph HHHH - Empire HHHH - Screen HHHH - Variety HHHH - The Guardian HHHH - L.A. Times HHHH - Time Out Mía og ég eru tölvuteiknaðir 23 mínútna þættir um hina tólf ára gömlu Míu sem í gegnum gjöf frá föður sínum, sem var uppfinningamaður, getur ferðast inn í álfa- og ævintýralandið Sentópíu þar sem hún breytist sjálf í álfastelpu. Í Sentópíu búa bæði álfar og margs konar furðudýr svo sem einhyrningar sem Mía tekur miklu ástfóstri við enda skilur hún mál þeirra og þeir hennar. Ásamt þeim og öðrum vinum sínum lendir Mía síðan í margs konar skemmtilegum ævintýrum. Mía og ég Komdu með í ævintýralandið Sentópíu 4. janúar 69 mín Teiknimyndir um hina 12 ára Míu sem ferðast inn í ævintýralandið Sentópíu Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=