Myndir mánaðarins, janúar 2018 - Bíó
8 Myndir mánaðarins Verðlaunatíð framundan Sem fyrr snúast áramótin og janúarmánuður í kvikmyndaheim- inum að stóru leyti um að gera upp árið sem er nýliðið og heiðra þá og þær sem þóttu skara fram úr á sínum sviðum innan kvikmyndageirans, hvort sem þau stóðu fyrir framan eða aftan vélarnar. Um leið eru kvikmyndirnar sjálfar vegnar og metnar af hinum ýmsu fag- og áhugasamtökum í kvikmyndabransanum, gagnrýnendum og almennu áhugafólki sem reyna síðan að komast að niðurstöðu um hver sé besta mynd ársins. Og eins og venjulega eru það stóru verðlaunahátíðirnar þrjár sem fá mestu athyglina, þ.e. Golden Globe-verðlaunin, bresku BAFTA-verðlaunin og svo Óskarsverðlaunin sem að þessu sinni verða afhent sunnudaginn 24. febrúar en tilnefningar til þeirra verða gerðar opinberar 22. janúar. Tilnefningar til bresku BAFTA- verðlaunanna verða hins vegar gerðar heyrumkunnar 9. janúar og fer afhending þeirra fram sunnudaginn 10. febrúar. Golden Globe-hátíðin verður haldin með hefðbundnu sniði 6. janúar á Hilton-hótelinu í Beverly Hills eins og undanfarin ár og voru tilnefningar til þeirra verðlauna opinberaðar 6. desember. Kennirþarmargragrasaeinsogalltafwwenmeðflestartilnefningar að þessu sinni, sex talsins, er nýjasta mynd Adams McKay, Vice . Með fimm tilnefningar eru svo A Star is Born , The Favorite eftir gríska leikstjórann Yorgos Lanthimos og myndin Green Book eftir Peter Farrelly, en hún er einmitt væntanleg í kvikmyndahúsin hér á landi 11. janúar. Áhugasamir geta að sjálfsögðu flett öllum öðrum tilnefningum upp á netinu og eins og nokkrum sinnum áður eigum við Íslendingar okkar fulltrúa á meðal tilnefndra, þ.e. engan annan en Jón Þór Birgisson, eða Jónsa í Sigurrós, sem er tilnefndur ásamt tveimur meðhöf- undum sínum fyrir lagið Revelation úr Boy Erased eftir Joel Edgerton. Það verður þó á brattann að sækja fyrir Jónsa og félaga ef marka má erlendar spásíður sem spá því einróma að lagið Shallow úr A Star is Born hljóti hinn gullna hnött að þessu sinni. En auðvitað getur allt gerst. Vinsælustu myndir ársins Á blaðsíðum 34–35 hér í bíóhluta blaðsins erum við að venju með listann okkar yfir vinsælustu myndir ársins í íslenskum kvik- myndahúsum á árinu sem er að líða. Þar er myndin Avengers: Infinity War í þriðja sæti en á heimsvísu bar hún hins vegar höfuð og herðar yfir aðrar myndir í aðsókn og halaði inn 2.047 milljónir dollara í miðasölu. Í öðru sæti heimslistans er svo önnur ofur- hetjumynd frá Marvel, Black Panther , með 1.347 milljónir dollara, en óhætt er að segja að vinsældir hennar hafi komið á óvart því þótt henni væri vissulega spáð ágætu gengi bjuggust fáir við því fyrirfram að hún yrði þetta vinsæl. Þess utan kom hún einnig á óvart með því að verða vinsælasta myndin í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum þar sem Avengers: Infinity War varð í öðru sæti. Í þriðja sæti heimslistans er myndin Jurassic World: Fallen King- dom með 1.305 milljónir dollara í tekjur og í fjórða sæti er teikni- myndin Incredibles 2 með 1.241 milljón dollara. Þar með eru þær myndir upptaldar sem náðu inn tekjum umfram milljarð í doll- urum talið því í fimmta sæti listans er myndin Venom með 853 milljónir dollara. Í sætum sex til tíu eru svo myndirnar Mission: Impossible - Fallout , Deadpool 2 , Bohemian Rhapsody , AntMan and the Wasp og Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald . Þess ber auðvitað að geta að þessi röð tekjuhæstu mynda ársins 2018 gæti breyst lítillega þegar upp er staðið þar sem þetta er skrifað 17. desember og því dálítið eftir af árinu. Annars geta áhugasamir flett öllum þessum tölum upp á vefnum boxofficemojo.com og skoðað þær og aðrar aðsóknartölur frá hinum ýmsu hliðum. En ... talandi um Avengers ... ... þá megum við til með að minnast á að fyrsta stiklan úr fjórðu Avengers -myndinni Endgame , sem er jafnframt þráðbeint fram- hald af þriðju myndinni, var frumsýnd í byrjun desember og sló þegar áhorfsmet enda bíða óteljandi aðdáendur eftir að sjá hvernig í ósköpunum ofurhetjurnar sem eftir lifa ætla að fara að því að bjarga málunum nú þegar Thanos hefur eytt helmingi alls lífs á Jörðu, þ. á m. helmingnum af hetjunum. Það kemur að sjálfsögðu ekki í ljós í nýju stiklunni enda hefur þess verið gætt að láta ekkert kvisast út um söguþráðinn. Hins vegar er margt áhugavert í henni fyrir aðdáendur, en við erum ekkert að spilla þeirri upplifun fyrir þeim sem hafa ekki enn séð hana og bíðum bara spennt eins og aðrir eftir frumsýningardeginum 26. apríl. Írsk-bandaríska leikkonan Saoirse Ronan fagnar hér Golden Globe- verðlaununum sem hún hlaut 2018 fyrir leik sinn í myndinni Lady Bird . Nú árið er liðið ...
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=