Myndir mánaðarins, janúar 2018 - Bíó

4 Myndir mánaðarins Frumsýnd 18. janúar JULIA ROBERTS LUCAS HEDGES BEN IS BACK ÁLFABAKKI MYNDIR MÁNAÐARINS 300. tbl. janúar 2019 Útgefandi: Myndir mán. ehf., Trönuhrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 534-0417 Heimasíða: www.myndirmanadarins.is Ábyrgðarmaður: Stefán Unnarsson / myndmark@islandia.is Texti / Umbrot: Bergur Ísleifsson Próförk: Veturliði Óskarsson Prentun / Bókband: Ísafoldarprentsmiðja Upplag: 20.000 eintök Myndir mánaðarins Gleðilegt nýtt kvikmyndaár 2019 Áramótin eru runnin upp og þar með hefst enn eitt árið. Við tök- umþví auðvitað fagnandi, ekki síst vegna þess að hvað kvikmynd- irnar varðar lítur það afar vel út og er til margs að hlakka. En fyrst eru það jólamyndirnar og síðan kvikmyndaveislan í janúar sem við kynnum hér aftar í blaðinu og á listanum hér fyrir neðan, alls 13 myndir úr ýmsum áttum. Tvær þeirra prýða forsíður blaðsins að þessu sinni, grínmyndin Holmes & Watson og spennutryllirinn Glass semvitað er aðmargir bíða spenntir eftir að sjá enda höfund- arverk hins óútreiknanlega leikstjóra M. Nights Shyamalan. 4. jan. Holmes &Watson Bls. 16 4. jan. Robin Hood Bls. 18 4. jan. Nonni norðursins 2 Bls. 20 11. jan. Instant Family Bls. 22 11. jan. Escape Room Bls. 24 11. jan. Green Book Bls. 25 18. jan. Glass Bls. 26 18. jan. Ótrúleg saga um risastóra peru Bls. 28 18. jan. Ben Is Back Bls. 29 25. jan. Stan & Ollie Bls. 30 25. jan. Skýrsla 64 Bls. 31 25. jan. The Mule Bls. 32 25. jan. Mary Queen of Scots Bls. 33 Janúardagskrá bíóhúsanna: Kíkið svo einnig á DVD- og VOD-útgáfuna sem sjá má hinum megin í blaðinu ásamt kynningu á þremur nýjum tölvuleikjum. Finndu þá flöskuna og taktu þátt í leiknum! Vinningshafar í síðasta leik, finndu jólagjöfina: Egill Jón Kristjánsson, Roðasölum 16, 202 Kópavogi Ásdís Ársælsdóttir Stóra-Hálsi, 801 Selfossi Hilmar Sverrisson, Dúfnahólum 4, 111 Reykjavík Árni Jónsson, Skógarási 9, 110 Reykjavík Dóróthea Lórenzdóttir, Ránargötu 15, 101 Reykjavík Takk fyrir þátttökuna! Viltu vinna bíómiða fyrir tvo í eitthvert kvikmyndahúsanna? Leikurinn er ekki flókinn. Þú þarft að finna litla flösku sem einhver hefur gleymt á einni síðunni bíómegin í blaðinu og lítur út eins og þessi: Ef þú finnur flöskuna og vilt taka þátt í leiknum skaltu fara inn á facebook.com/myndirmanadarins og senda okkur rétta svarið með skilaboðum , þ.e. númerið á blaðsíðunni þar sem flaskan er. Ekki gleyma að hafa fullt heimilisfang og póstnúmer með svarinu. Frestur til þátttöku er til og með 21. janúar . Valið verður af handahófi úr réttum lausnum fljótlega eftir það og verða nöfn vinningshafa síðan birt á Facebook-síðunni okkar og í næsta tölu- blaði blaðsins sem kemur út í lok janúar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=