Myndir mánaðarins, janúar 2018 - Bíó

28 Myndir mánaðarins Ótrúleg saga um risastóra peru Björgum bæjarstjóranum! Íslensk talsetning: Þórunn Jenny Qingsu Guðmundsdóttir, Hálfdán Matthíasson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Stefanía Svavarsdóttir, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Orri Huginn Ágústsson, Hjálmar Hjálmarsson og Steinn Ármann Magnússon Leikstjórn: Tómas Freyr Hjaltason Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri Frumsýnd 18. janúar Ótrúleg saga um risastóra peru er gerð eftir samnefndri barna- bók danska rithöfundarins og teiknarans Jakobs Martin Strid semkomútá íslenskuárið2012 íþýðinguJónsSt.Kristjánssonar og varð um leið önnur bókin eftir Jakob sem gefin hefur verið út á Íslandi en sú fyrri var ljóðabókin góða Í búðinni hans Mústafa sem Friðrik H. Ólafsson þýddi árið 2004. Ótrúleg saga um risastóra peru segir frá vinunum Sebastian sem er fíll og kisustelpunni Mithco sem dag einn veiða flöskuskeyti í höfninni frá týndumbæjarstjóra bæjarins semþau búa í, en flaskan sem skeytið var í inniheldur einnig stórt fræ sem vinirnir planta að sjálfsögðu í mold og uppskera fyrir vikið risastóra peru. Fyrir gráglettni örlaga og tilviljana fer svo að þau leggja svo ásamt prófessor Glúkos upp í langferð yfir úthafið í perunni eftir að hafa útbúið hana sem bát. Á leiðinni lenda þau í vondum veðrum, hitta sjóræningja, drauga, drekaskip og margt fleira áður en þau finna loksins eyjuna þar sem bæjarstjórinn er. Myndin er auðvitað fyrst og fremst fyrir krakka en þeir fullorðnu munu líka hafa gaman af því í henni er að finna stórskemmtilega ádeilu sem aðeins þeir munu skilja, án þess að það skemmi fyrir þeim sem yngri eru. Ótrúleg saga um risastóra peru Teiknimynd 79 mín

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=