Myndir mánaðarins, janúar 2018 - Bíó

25 Myndir mánaðarins Green Book Saga af sannri vináttu Aðalhlutverk: Viggo Mortensen, Mahershala Ali, Linda Cardellini, Sebastian Maniscalco, Dimiter D. Marinov, Mike Hatton og P.J. Byrne Leikstjórn: Peter Farrelly Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Eyjabíó, Bíóhúsið Selfossi, Bíóhöllin Akranesi, Króksbíó og Skjaldborgarbíó 118 mín Frumsýnd 11. janúar l Green Book hefur eins og sést hlotið toppdóma og er tilnefnd til fimm Golden Globe-verðlauna, þ.e. fyrir leik þeirra Viggos Mort- ensen og Mahershala Ali, fyrir handritið, leikstjórnina og sembesta mynd ársins, en verðlaunin verða afhent sunnudaginn 6. janúar. Green Book segir frá tónleikaferðalagi djasspíanistans Dons Shirley og bílstjóra hans og lífvarðar Tonys Lip um Suðurríki Bandaríkjanna árið 1964, en ferðalaginu fylgdi mikil áhætta fyrir Don vegna fordómamargra Suðurríkjabúa á þessum tíma gagnvart fólki af afrískum uppruna. Um leið er þetta sagan af því hvernig hin djúpa vinátta þeirra Dons og Tonys kviknaði. Myndin, sem er eftir Peter Farrelly, dregur nafn sitt af leiðarvísinum The Negro Motorist Green Book , eða Grænu bókinni , en í honum var að finna leiðbeiningar fyrir svarta um staði í Suðurríkjunum sem óhætt átti að vera að ferðast um án þess að verða fyrir árás. Með fylgdu listar yfir gisti- ogmatsölustaði semúthýstu ekki svörtu fólki. Þeim Don og Tony, sem var af ítölsku bergi brotinn og hafði síðast starfað sem útkastari í Bronx, kom ekki vel saman til að byrja með enda gjörólíkir að upplagi. Don ákvað samt að ráða Tony sem bíl- stjóra og lífvörð og á meðan á hinu 8 vikna tónleikaferðalagi stóð kviknaði á milli þeirra vinátta sem átti eftir endast þeim til æviloka. Þetta er áhrifarík mynd sem þrátt fyrir að lýsa stækum fordómum þessa tíma í Suðurríkjum Bandaríkjanna er full af hlýju og húmor. Viggo Mortensen og Mahershala Ali eru frábærir í hlutverkum sínum sem þeir Tony Lip og Don Shirley enda eru þeir báðir tilnefndir til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn og þykja mjög líklegir til að hljóta einnig bæði BAFTA- og Óskarsverðlaunatilnefningar. Green Book Sannsögulegt Punktar .................................................... Captain Fantastic. Veistu svarið? Þetta er í fjórða sinn sem Viggo Mortensen er tilnefndur til Golden Globe-verðlauna en hann var síðast tilnefndur 2017 og var það ár einnig tilnefndur til bæði BAFTA- og Óskarsverðlaun- anna fyrir sama hlutverk. Í hvaða mynd? Linda Cardellini leikur eiginkonu Tonys en sambandi þeirra, sem Don átti eftir að hafa mikil áhrif á, eru gerð áhugaverð skil í myndinni. Í ferðalagi þeirra Tonys og Dons um Suðurríki Bandaríkjanna myndað- ist mikil og djúp vinátta á milli þeirra sem átti eftir að halda til æviloka. HHHHH - Observer HHHHH -W. Post HHHHH - S.F. Chronicle HHHH 1/2 - C.Sun-Times HHHH 1/2 -Wrap HHHH 1/2 - N.Y. Post HHHH - Rolling Stone HHHH - Time Out HHHH - Variety HHHH - Entertainment Weekly HHHH - Los Angeles Times

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=