Myndir mánaðarins, janúar 2018 - Bíó

14 Myndir mánaðarins Nýtt par ársins Ekki einu sinni minna en 0,1% vafi lék á því hjá dómnefnd Mynda mánaðarins að þessu sinni hvaða fólk sem tengist leikarastéttinni vestur í Bandaríkjunum verðskuldaði útnefninguna nýtt par ársins 2018. Að sjálfsögðu féll heiðurinn í skaut þeim Chris Pratt og Katherine Eunice Schwarzenegger, dóttur Mariu Shriver og fyrrverandi eiginmanns hennar, Arnolds Schwarzenegger. Samband þeirra Chris og Katherine hófst í sumar og reyndu þau að halda því leyndu fyrstu mánuðina sem að sjálfsögðu gekk ekki þótt hvorugt þeirra vildi játa eða neita að eitthvað meira væri á milli þeirra en vinskapur. Á þann óþægilega hnút var svo loksins hoggið á 29 ára afmæli Katherine 13. desember þegar Chris sendi henni opinbera afmæliskveðju á Instagram þar sem hann játaði berum orðum tilfinningarnar sem hann ber í hjarta sér til hennar og þakkaði fyrir tímann sem þau höfðu varið saman, hláturinn, kossana, spjallið, gönguferðirnar, ástina og umhyggjuna. Þau Katherine eru sem sagt opinberlega orðin par og nú er bara að vona að framtíðin færi þeim hamingju og velgengni. Fyrirmyndarhjón ársins Á undanförnum þremur árum hafa þrenn hjón tekist á um þessa útnefningu sem snýst um að heiðra heimsfræg leikarapör sem standast stöðugt áreiti heimspressunnar og ljósmyndara og láta á engu bera þótt einkalíf þeirra sé undir stöðugu eftirliti með tilheyrandi pressu og halda bara áfram að elska hvort annað út af lífinu, alveg óhrædd við að viðurkenna fyrir hverjumsemer í hverju viðtalinu á fætur öðru að hamingjan þeirra sé fólgin í að hafa hitt hvort annað. Í þetta sinn höfðu þau John Krasinski og Emily Blunt sigur yfir þeim Justin Timberlake og Jessicu Biel annars vegar og Ryan Reynolds og Blake Lively hins vegar sem láta það þó ekkert á sig fá og halda áfram að vera jafn hamingjusöm og ánægð hvort með annað eftir sem áður. Það sem gerði útslagið að þessu sinni er að þau John og Emily sendu frá sér stórsmellinn A Quiet Place á árinu og fögnuðu því í ágúst að tíu ár voru liðin síðan þau hittust. Brúðkaup ársins Að lokum er það svo útnefningin sem allir hafa beðið eftir, þ.e. fyrir brúðkaup ársins 2018. Ákveðið var að sá heiður félli að þessu sinni í skaut þeim Quentin Tarantino og Danielu Pick sem settu upp hringana 28. nóvember í Los Angeles þar sem þau búa að viðstöddum heilum her af vinum og vandamönnum. Þau Quentin og Daniela hittust fyrst árið 2009 þegar Quentin var að kynna mynd sína Inglourious Basterds og hafa þekkst síðan, en nánara samband þeirra hófst samt ekki fyrr en sjö árum síðar, eða í sumarbyrjun 2016. Þau trúlofuðu sig svo í júní 2017. Daniela er ísraelsk fyrirsæta og söngkona, dóttir tónlistarmanns- ins Svika Pick sem er þjóðþekktur í heimalandinu og vann sér það m.a. til frægðar að semja sigurlagið Diva sem Dana International flutti í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1998, en það ár tók Ísland ekki þátt í keppninni. Daniela er mjög virk á Instagram og á YouTube má finna nokkur myndbönd með henni. Ber ekki á öðru en að hún sé hin frambærilegasta söngkona. Við sendum þeim hjónum okkar innilegustu hamingjuóskir og bestu strauma. Brúðkaupsafmæli ársins Þótt nokkur heimsfræg pör hafi fagnað brúðkaupsafmælum á árinu 2018 var aldrei nein spurning um hvert þeirra hlyti útnefningu Mynda mánaðarins að þessu sinni sem brúðkaups- afmælisbörn ársins. Það eru að sjálfsögðu heiðurshjónin Mark og Marilou Hamill, en þann 17. desember voru liðin 40 ár frá þeim degi þegar þau settu upp hringana og hétust hvort öðru í blíðu og stríðu til æviloka. Við það munu þau standa enda aldrei verið ástfangnari en í dag. Til staðfestingar á heiti sínu ákvað Mark að senda Marilou opinbera kveðju og ástarjátningu í gegnum Instagram með myllumerkinu #NoMeWithoutYou þar sem sagði: “In all the world, there is no heart for me like yours / In all the world, there is no love for you like mine.” Þau Mark og Marilou hittust reyndar og byrjuðu saman mun fyrr en árin 40 segja til um og það er ekkert leyndarmál að þegar Mark varð heimsfrægur 1977 í kjölfar vinsælda Star Wars munaði minnstu að sambandi þeirra lyki.„Sembetur fer sá ég að mér áður en það var orðið of seint,“ hefur hann látið hafa eftir sér í viðtölum. Nú árið er liðið ...

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=