Myndir mánaðarins, janúar 2018 - Bíó

10 Myndir mánaðarins Nú árið er liðið ... Viðskiptamaður ársins George Clooney getur leyft sér að brosa breitt þessa dagana enda hefur lífið, ástin, barnalánið og viðskiptalukkan leikið við hvern hans fingur á undanförnum árum, a.m.k. frá sjónarhóli þeirra sem horfa á hlutina utan frá. Ekki er langt síðan hann kvæntist ástinni í lífi sínu, mannréttindalögfræðingnum Amal Ramzi Alamuddin, og enn styttra síðan það samband gat af sér tvíburana Alexander og Ellu sem nú eru orðnir 18 mánaða. Fjárhagslega er hann einnig á grænni grein en samkvæmt fjármálafyrirtækinu Forbes var hann langtekjuhæsti leikari heims á árinu 2018, með 239 milljónir dollara í tekjur, eða hátt í 30 milljarða íslenskra króna, gróflega reiknað miðað við gengið þegar þetta er skrifað 18. desember. Það sérstaka er að „aðeins“ 6 milljónir dollara af þessum tekjum eru til komnar vegna leiks, enda hefur George ekki leikið í kvikmynd síðan 2015, heldur urðu þær nánast allar til vegna sölu hans og félaga hans, Randes Gerber og Michaels Meldman, á tequila-fyrirtækinu Casamigos sem þeir George og Rande stofnuðu „óvart“ til fyrir nokkrum árum, ein- göngu vegna áhuga síns á góðu tequila, en ekki til að græða á því. Þeir George og Rande, sem er umsvifamikill bar-, hótel- og veitinga- staðaeigandi, hafa verið bestu vinir um árabil og deildu m.a. áhuga sínum á hinum sérstaka drykk, tequila. Þegar þeir voru hvor fyrir sig að byggja sér strandhús hlið við hlið í Cabo San Lucas í Mexíkó árið 2011 drukku þeir talsvert af tequila og ræddu um bragðgæði drykkjarins og mismunin á milli tegunda og merkja. Báðir höfðu þeir áhuga á því að bragða einhvern daginn hið fullkomna tequila. „Þetta er bara það sem maður gerir þegar maður er í Mexíkó. Þá drekkur maður tequila,“ útskýrði Rande síðar í viðtali.„Dag einn sagði George: Heyrðu, af hverju búum við ekki bara til okkar eigið tequila? Ég tók hann á orðinu og það tók okkur ekki langan tíma að hafa uppi á litlum framleiðanda sem var til í að aðstoða okkur við að búa til nákvæmlega það tequila-bragð sem við vildum. Þetta gekk eftir en átti eingöngu að vera fyrir okkur. Við vorum í alvöru ekkert að hugsa um að fara út í viðskipti með þessa vöru. Á næstu tveimur árum keyptum við svo af þessum framleiðanda eitthvað um tvö þúsund flöskur, mest til gjafa. Dag einn hafði hann samband og sagðist vera kominn í vandræði. Vegna þess að hann hefði gefið okkur góðan afslátt af öllum þessum flöskum væri fallinn grunur á að eitthvað gruggugt væri í gangi og að við yrðum að koma og semja við sig aftur. Við getum ekki lengur kallað þetta sýnishorn, sagði hann. Annað hvort eruð þið að drekka ykkur í hel eða selja þetta ólöglega.“ George og Rande urðu auðvitað að fara í málið og til að gera langa sögu stutta þá fengu þeir núna þá hugmynd að fara sjálfir út í fram- leiðslu á drykknum og selja hann á almennum markaði. Þeir töldu sig jú eftir allt saman vera orðna dómbæra á hvernig gott tequila ætti að vera og svo fór að þeir ákváðu að kaupa þessa verksmiðju af manninum og láta reyna á hugmyndina. Þeir fengu svo þriðja félaga sinn, Michael Meldman, til að koma með sér í viðskiptin. Hver um sig fjárfesti síðan fyrir 600 þúsund dollara í nýjum framleiðslulínum og áður en langur tími var liðinn var sala á nýja tequilanu, sem nefnt var Casamigos og gaf um leið fyrirtækinu heiti, farinaðganga lygilega vel, svovel að fjórum árum síðar, eða í júní 2017, sáu forsvarsmenn breska áfengisrisans Diageo sér þann kost vænstan að bjóða 700 milljónir dollara í fyrirtækið auk allt að 300 milljónum til viðbótar á næstu tíu árum sem yrðu greiddar ef ákveðnar forsendur í rekstrinum og hagnaðarvonirmyndu ganga upp. Þeir George, Rande ogMichael ákváðu eftir skamma umhugsun að taka tilboðinu. Þegar kaupin voru yfirstaðin og viðskiptin höfðu verið gerð upp nokkrum mánuðum síðar kom í ljós að hagnaður þremenninganna af rekstrinum og sölunni nam 233 milljónum dollara á mann. Vegna þess að tekjuárið hjá Forbes er frá júní til júní teljast þær tekjur til ársins 2018 í bókum Forbes en þess ber að geta að um brúttótekjur er að ræða, þ.e. tekjur fyrir skatta og tilfallandi umboðslaun, gjöld og annan kostnað sem féll til vegna viðskiptanna. Má samt með nokkurri vissu fullyrða að nettóhlutur hvers og eins þeirra félaga af viðskiptunum hafi verið að minnsta kosti 110 milljónir dollara, um 13,5 milljarðar króna á núverandi gengi, eða vel rúmlega 2,2 milljarðar króna á ári frá því að hugmyndin um framleiðsluna, sem átti bara að vera til eigin nota og var það fyrstu tvö árin, varð til. Við hér á Myndum mánaðarins vitum auðvitað ekkert um það en ætlum að leyfa okkur að giska á að einn góðan veðurdag eftir ekki svo mörg ár muni þessi sanna viðskiptasaga skila sér í bíómynd! Félagarnir Michael Meldman, George Clooney og Rande Gerber. Þeir George og Rande ákváðu sjálfir að vera andlit fyrirtækisins í auglýsingum enda báðir alvanir fyrirsætustörfum og Rande er auk þess kvæntur einni þekktustu fyrirsætu allra tíma, Cindy Crawford.

RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=