Myndir mánaðarins, desember 2018 - Leigan
37 Myndir mánaðarins The Riot Club – Molang 28. desember 107 mín Aðalhlutv.: Sam Claflin, Max Irons, Douglas Booth og Holliday Grainger Leikstjórn: Lone Scherfig Útgefandi: Myndform VOD Spennudrama Þeir Alistair ogMiles eru nýliðar í Oxford-háskóla sem er boðið að taka sæti í tíu manna skólaklúbbi sem kallast The Riot Club, en í hann geta eingöngu forríkir nemendur gengið. Á einu örlagaríku drykkjukvöldi munu með- limir þessa klúbbs síðan sýna fram á úr hverju þeir eru raunverulega gerðir. The Riot Club er hörkumynd þar sem nokkrir af bestu bresku leikurum ungu kyn- slóðarinnar fara á kostum í krefjandi hlutverkum undir styrkri leikstjórn danska leikstjórans Lone Scherfig sem gert hefur margar góðar myndir í gegnum árin. Segja má að hér sé skyggnst á bak við tjöldin í veröld einstaklinga semeru fæddir til forréttinda í krafti auðs og valda foreldra sinna og telja sig geta komist upp með hvað sem er. En hvað gerist þegar þeir ganga nokkrum skrefum of langt? Bragðið af valdinu Í hinn tíu manna klúbb The Riot Club komast eingöngu forríkir nemendur. l Myndin er byggð á leikverkinu Posh sem var frumsýnt árið 2010 og hefur notið mikilla vinsælda á Englandi og víðar . Það er eftir Lauru Wade sem einnig skrifar handrit myndarinnar en það var tilnefnt sem besta handrit ársins af samtökum breskra hand- ritsgerðarmanna. l Þegar Posh var frumsýnt töldu margir sig sjá líkindi með stráka- klúbbnum sem það fjallar um og hinum raunverulega Bullingdon- klúbbi í Oxfordskóla sem eingöngu karlmenn fá inngöngu í. Punktar .................................................................. HHHH - New York Times HHHH - Variety HHHH - The Guardian HHH - Time Out HHH - Empire HHH - Telegraph HHH - CineVue 28. desember 65 mín Teiknimyndir með íslensku tali um ævintýri Molang og Piu Piu Útgefandi: Myndform VOD Barnaefni Molang er lítil kanínustelpa sem lendir ásamt besta vini sínum í mörgum litríkum og skemmtilegumævintýrum í þessum þriggja og hálfrar mínútna þáttum sem eru fyrst og fremst ætlaðir allra yngsta aldurshóp áhorfenda. Molang eru kóreskir teiknimyndaþættir sem hafa um nokkurra ára skeið notið mikilla vinsælda á sjónvarps- stöðvum víða um heim, þar á meðal hér á landi á RÚV. Segja má að þættirnir einkennist af gleði, hamingju og innilega skemmtilegum húmor sem nær til yngsta aldurshópsins auk þess sem vinátta aðalpersónanna, Molang og hænuungans Piu Piu, er bæði sönn og tær. Molang og Piu Piu lenda í ævintýrum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NTY0MTE=